Jökulfall, Hvítá – Friðlýst, engin orkuvinnsla

Grein/Linkur:  Friðlýsti vatnasvið Jökulfalls og Hvítár gegn orkuvinnslu

Höfundur:  Morgunblaðið

Heimild: 

.

Jökulárnar Jökulfall og Hvítá eiga upptök sín á miðhálendi Íslands. Jökulfallið myndast við sameiningu nokkurra kvísla úr Hofsjökli og Hvítá, þriðja lengsta á landsins, rennur úr Hvítárvatni við Langjökul. Ljósmynd/Stjórnarráðið

.

September 2021

Friðlýsti vatnasvið Jökulfalls og Hvítár gegn orkuvinnslu

Guðmund­ur Ingi Guðbrands­son, um­hverf­is- og auðlindaráðherra, und­ir­ritaði í dag friðlýs­ingu vatna­sviðs Jök­ul­falls og Hvítár í Árnes­sýslu gegn orku­vinnslu í sam­ræmi við lög um vernd­ar- og ork­u­nýt­ingaráætl­un.

Jök­ulárn­ar Jök­ul­fall og Hvítá eiga upp­tök sín á miðhá­lendi Íslands. Jök­ul­fallið mynd­ast við sam­ein­ingu nokk­urra kvísla úr Hofs­jökli og Hvítá, þriðja lengsta á lands­ins, renn­ur úr Hvítár­vatni við Lang­jök­ul.

Vatna­svið beggja ánna óraskað

Árnar sam­ein­ast svo rétt ofan við Gull­foss og óbeislaðar veita þær foss­in­um kraft sinn. Vatna­svið beggja ánna er óraskað, auk þess sem landsvæðið býr yfir lítt röskuðu vot­lendi og óbyggðum víðern­um.

Vernd­ar­svæðið er 1544 km² að stærð, en friðlýs­ing­in nær til alls vatna­sviðs Jök­ul­falls, þar sem Gýgjar­foss­virkj­un var fyr­ir­huguð, og Hvítár ofan stíflu­mann­virkja, áður fyr­ir­hugaðrar Blá­fells­virkj­un­ar, og meg­in­far­vegs Hvítár að efstu mörk­um fyr­ir­hugaðs lóns Búðartungu­virkj­un­ar eins og hún er kynnt í 3. áfanga ramm­a­áætl­un­ar.

Fleira áhugavert: