Göng milli Danmerkur og Þýskalands 1.300 milljarðar
Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur lagt blessun sína yfir áætlanir danskra yfirvalda um að tengja Láland og þýsku eyjuna Fehmarn með átján kílómetra löngum göngum.
Verði göngin að veruleika mun ferðatíminn milli Kaupmannahafnar og Þýskalands styttast verulega.
Framkvæmdastjórnin hefur nú úrskurðað að gangnaverkefnið gangi ekki gegn Evrópureglum um ríkisaðstoð.
Göngin eiga að verða átján kílómetra löng og er áætlaður kostnaður um 1.300 milljarðar króna.
Áætlað að framkvæmdir hefjist í janúar á næsta ári og ljúki 2024.
Í göngunum eiga að vera tveggja akreina vegir í báðar áttir, auk tveggja spora fyrir lestir.
Ferjufyrirtækið Scandline, sem sér um siglingar milli Rödby og Puttgarten, hefur mótmælt fyrirhuguðum framkvæmdum og segir ríkisaðstoðina skekkja samkeppnisstöðuna á markaðnum.
Heimild: Vísir