Kringlureiturinn – Vinningstillagan valinn

Heimild:  

 

Október 2017

Vinningshafarnir frá Kanon arkitektum.

Vinn­ings­haf­arn­ir frá Kanon arki­tekt­um. mbl.is/Á​rni Sæ­berg

Heild­ar­bygg­ing­ar­magn á Kringlureitn­um gæti auk­ist um 150%, eða sem nem­ur 150 þúsund fer­metr­um, á kom­andi árum gangi áform eft­ir í tengsl­um við vinn­ingstil­lögu fyr­ir svæðið sem kynnt var í Ráðhúsi Reykja­vík­ur í dag. Gert er ráð fyr­ir 400-600 íbúðum á svæðinu, og jafn­vel fleir­um, auk þess að stækka versl­un­ar­hús­næði Kringl­unn­ar sjálfr­ar og bæta við versl­un­ar- og skrif­stofu­hús­næði. Í heild er horft til þess að á milli 1 og 2 þúsund manns geti unnið á reitn­um.

Það voru Kanon arki­tekt­ar sem áttu vinn­ingstil­lög­una, en fimm stof­ur höfðu verið vald­ar til að taka þátt í sam­keppn­inni sem hald­in var af fast­eigna­fé­lag­inu Reit­um, sem á stærst­an hlut eigna á svæðinu, og Reykja­vík­ur­borg.

Úr turna­byggð í rand­byggð

Hjálm­ar Sveins­son, formaður dóm­nefnd­ar og borg­ar­full­trúi, seg­ir í sam­tali við mbl.is að vinn­ingstil­lag­an sýni fram á heil­mikla upp­bygg­ing­ar­mögu­leika á Kringlu­svæðinu. Eldri til­lög­ur fyr­ir svæðið hafi gert ráð fyr­ir mik­illi turna­byggð, en nýja til­lag­an sýni fram á veru­lega aukið bygg­ing­ar­magn með 400-600 íbúðum eða fleir­um í klass­ísku borg­ar­skipu­lagi.

Vís­ar hann þar til þess að upp­bygg­ing á svæðinu sam­kvæmt vinn­ingstil­lög­unni er svo­kölluð rand­byggð, eða fern­ing­ar utan um inn­g­arða. Slík dæmi er meðal ann­ars að finna í gamla Vest­ur­bæn­um og Norður­mýri auk þess að vera vel þekkt í evr­ópsk­um borg­um, til dæm­is Kaup­manna­höfn og Barcelona.

Á til­lög­unni eru stoppistöðvar fyr­ir borg­ar­línu sýnd­ar við Miklu­braut og Kringlu­mýr­ar­braut, en Hjálm­ar seg­ir að einnig sé mögu­leiki á að slík stöð væri færð inn á sjálft Kringlu­svæðið. Þá seg­ir hann mik­il­vægt að við deili­skipu­lags­vinnu verði farið í að opna svæðið út í nær­liggj­andi hverfi fyr­ir gang­andi um­ferð. „Þetta má ekki verða eins og lokað virki inn í borg­inni,“ seg­ir hann, en í dag er aðgengi að Kringlureitn­um að mestu með bílaum­ferð.

Úr 100.000 fm í 250.000 fm

Friðjón Sig­urðar­son hjá Reit­um seg­ir í sam­tali við mbl.is að vinn­ingstil­lag­an geri ráð fyr­ir um 180 þúsund fer­metr­um í ný­bygg­ing­ar, en að dóm­nefnd­in hafi talið nokkr­ar bygg­ing­ar óraun­hæf­ar fyr­ir heild­ar­mynd­ina. Þetta séu bygg­ing­ar sem myndi svo­kallaðan krans um Kringl­una sjálfa. Seg­ir hann að með því að fækka þeim verði heild­ar­magn ný­bygg­inga um 150 þúsund fer­metr­ar, en á reitn­um í dag eru um 100 þúsund fer­metr­ar byggðir, „sem er gisið nýt­ing­ar­hlut­fall,“ seg­ir Friðjón.

Hlut­verk svæðis­ins gæti breyst

Hann seg­ir teng­ingu við borg­ar­línu geta breytt hlut­verki svæðis­ins. Þannig gæti það orðið að meiri sam­blöndu af versl­un­ar- og menn­ing­armiðstöð með lengri af­greiðslu­tíma. Þrátt fyr­ir það seg­ir hann að versl­un­ar­miðstöðin þurfi að hafa góðar teng­ing­ar fyr­ir bílaum­ferð og fjölda stæða og horft verði til þess við alla hönn­un. Mikl­ir bíla­kjall­ar­ar muni vera und­ir öllu svæðinu og seg­ir hann að helsti flösku­háls upp­bygg­ing­ar­inn­ar geti verið um­ferðarteng­ing­ar við helstu um­ferðaræðar.

Friðjón reikn­ar með að skipu­lagsrammi fyr­ir svæðið verði kláraður strax á fyrri hluta næsta árs og svo verði farið í deili­skipu­lags­áfanga í kjöl­farið. Seg­ist hann vona að vinna við svæðið geti svo haf­ist fyr­ir 2020.

Vinn­ingstil­lög­una má skoða nán­ar á vef Reykja­vík­ur­borg­ar.

 

Byggðin er svokölluð randbyggð, en slík byggð er hugsuð sem ...

Byggðin er svo­kölluð rand­byggð, en slík byggð er hugsuð sem fern­ing­ar með inn­g­arði. Teikn­ing/​Kanon arki­tekt­ar

Fleira áhugavert: