Hofs­jök­ull stækk­ar – ígildi 0,5-1 metra vatns­lags

mbl

Hofsjökull

Suðaust­ur­hluti Hofs­jök­uls. Mynd tek­in úr UAVS­AR-flug­vél NASA í júní 2012. Ljós­mynd/​NASA/​Brent Minchew

„Það er að bæt­ast á jök­ul­inn í fyrsta skipti síðan 1994,“ seg­ir Þor­steinn Þor­steins­son, sér­fræðing­ur í jökla­rann­sókn­um hjá Veður­stofu Íslands.

Mæl­ing­ar sýna að Hofs­jök­ull hafi bætt við sig ígildi 0,5-1 metra vatns­lags á síðasta jök­ulári, en miðað er við sept­em­ber til sept­em­ber.

„Já­kvæð af­koma eins og þessi kem­ur til af því að vet­ur­inn var kald­ur og það snjóaði mikið í jökl­ana ásamt því að síðasta sum­ar var frem­ur svalt,“ seg­ir Þor­steinn. Hann seg­ir að leys­ing­ar og af­rennsli af jökl­un­um stjórn­ist fyrst og fremst af sum­ar­hit­an­um og þegar sum­arið sé svalt í kjöl­far úr­komu­mik­ils vetr­ar sé ekki við öðru að bú­ast en að jökl­arn­ir bæti við sig með þess­um hætti.

 

Heimild: Mbl

 

Fleira áhugavert: