10 nýjar vindmyllur í Þykkvabæ

Rúv

VindmyllurFyrirtækið Biocraft ehf. ráðgerir að að reisa tíu nýjar vindmyllur í Þykkvabæ fyrir fimm til sex milljarða króna. Þar eru fyrir tvær vindmyllur sem framleiða rafmagn inn á Landsnetið.

 Skipulagsnefnd Rangárþings leggur til að breytingar verði gerðar á aðalskipulagi þar sem iðnaðarsvæði til vindorkuframleiðslu verði skipulög. Vinna við umhverfismat er á lokastigi. Féttamiðillinn sunnlenska.is hefur eftir Snorra Sturlusyni, öðrum eiganda Biocraft, að verkefnið skapi allt að 50 störf á framkvæmdatíma, sem áætlaður er árið 2017.

Hver vindmylla á að framleiða þrjú til þrjú og hálft megawatt af rafmagni. Snorri segir að verkefnið skapi tækifæri i Rangárþingi ytra til að byggja upp aðstöðu fyrir frekari iðnað.

Heimild: RÚV

 

Fleira áhugavert:

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *