Raf­bíl­um hef­ur fjölgað mikið

Heimild:  mbl

 

Ágúst 2015

Ný­skráðir raf­bíl­ar hér á landi eru orðnir 206 það sem af er þessu ári. Sam­tals er 521 öku­tæki í raf­bíla­flota lands­manna sam­kvæmt upp­lýs­ing­um Önnu Mar­grét­ar Björns­dótt­ur á Sam­göngu­stofu.

Um síðustu mánaðamót voru 323.115 öku­tæki á skrá. Hlut­fall hreinna raf­bíla er 0,16%. Blend­ings­bíl­ar sem nýta raf­magn að ein­hverju leyti sem orku­gjafa eru fleiri, eða 1.557 til viðbót­ar.

Raf­bíl­um tók að fjölga veru­lega eft­ir að öll gjöld á þá voru felld niður; virðis­auka­skatt­ur, vöru­gjald og bif­reiðagjald. Á ár­un­um 2005 til 2011 voru aðeins 13 til 15 hrein­ir raf­bíl­ar í land­inu. Óljóst er hve lengi raf­bíl­ar munu njóta op­in­berra íviln­ana, að því er fram kem­ur í um­fjöll­un um raf­bíla á Íslandi í Morg­un­blaðinu.

Fleira áhugavert:

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *