Hvað kostar vatn, rafmagn, fráveita?

Heimild:  

 

Janúar 2017

Um áramótin lækkuðu gjöld fyrir raforkudreifingu og kalt vatn hjá Veitum, dótturfyrirtæki OR sem sér um sérleyfisþjónustu. Viðskiptavinir njóta þannig beint þess árangurs sem náðst hefur með Planinu, fjárhagsáætlun sem OR og dótturfyrirtækin hafa unnið eftir frá árinu 2011. Planið fól meðal annars í sér verulegan sparnað í rekstrinum sem aftur hefur leitt til betri afkomu veituþjónustunnar. Hún lýtur lögum um hámarksarðsemi og því skilar bætt afkoma sér beint í gjaldskrár. Miklar fjárfestingar í hitaveitum og fráveitum leyfa ekki lækkun á gjaldskrám þeirra. Þær hækkuðu í takti við vísitölur. Nánar má kynna sér breytingarnar á vef Veitna.

Reikningarnir frá Veitum 
Súluritið hér að neðan sýnir breytingar á heildargreiðslum heimilis í Reykjavík af algengri stærð til Veitna um áramótin. Í útreikningunum er öllum greiðslum dreift niður á tólf mánuði ársins. Gjalddagar vatns- og fráveitugjalda eru hinsvegar níu, frá febrúar til október.

Lækkanir og hækkanir hafa áhrif á rafmagnskostnaðinn
Algengur heildarkostnaður fyrir rafmagn hjá heimili sem er á dreifisvæði Veitna og  kaupir rafmagn af Orku náttúrunnar hækkar um 104 krónur á mánuði. Um leið og dreifihlutinn lækkaði þá vega á móti hækkaður flutningskostnaður Landsnets 1. desember síðastliðinn og hækkun á söluhluta ON. ON, dótturfyrirtæki OR sem starfar á samkeppnismarkaði, framleiðir sjálft um helming þeirrar raforku sem fyrirtækið selur á almennum markaði og kaupir hinn helminginn í heildsölu. Kostnaðarhækkanir hafa orðið hjá ON og gagngerar breytingar á kjörum í innkaupum eru ON óhagstæðar. Myndritið hér að neðan sýnir hvernig samanlögð áhrif breytinganna frá 1. desember 2016 geta litið út á raforkureikningum heimila í viðskiptum við Veitur og ON. Á vef ON er reiknivél sem má nýta til að sjá hvernig rafmagnsnotkun heimilisins er í samanburði við heimilisrekstur af svipuðu umfangi og þar eru líka sparnaðarráð af ýmsu tagi.

Hvernig skiptist rafmagnskostnaðurinn?
Fólk fær almennt tvo reikninga fyrir rafmagnið; annan frá dreififyrirtækinu og hinn frá sölufyrirtækinu. Dreifingarfyrirtækið innheimtir fyrir kostnaði við eigin dreifingu, flutningsgjald fyrir Landsnet og jöfnunargjald fyrir ríkissjóð. Virðisaukaskattur leggst bæði á dreifingar- og sölureikninginn. Skífuritið sýnir hvernig greiðsla heimilis af algengri stærð skiptist. Hér er reiknað með rafmagnskostnaði heimilis á dreifisvæði Veitna og kaupum af ON, líkt og í dæminu að ofan.

Fleira áhugavert: