Raforkuverð lækkar – Stóriðja Þýsklandi

Heimild:  

 

Fyrir nokkrum árum var algegnt heild­sölu­verð á raf­orku á þýskum orku­mark­aði um 60 EUR/MWst, sem þá jafn­gilti um 80 USD. Síðan þá hefur þýski raf­orku­mark­að­ur­inn breyst mik­ið, m.a. vegna lok­unar kjarn­orku­vera og þeirrar miklu upp­bygg­ingar sem orðið hefur í fram­leiðslu á raf­orku með end­ur­nýj­an­legum hætti. Þetta ásamt ýmsu fleiru hefur leitt til nokkuð óvæntrar þró­unar á þýska heild­sölu­mark­aðnum með raf­orku. Í þess­ari grein er athygl­inni beint að því hvernig raf­orku­verð til stór­iðju í Þýska­landi hefur á síð­ustu árum lækkað veru­lega.

Miklar breyt­ingar á þýskum raf­orku­mark­aði

Á und­an­förnum árum hefur heild­sölu­verð raf­orku á þýska orku­mark­aðnum lækkað mikið og er nú ein­ungis um helm­ingur þess sem var fyrir nokkrum árum síð­an. Á sama tíma hefur upp­spretta raf­orkunnar þar líka breyst mik­ið. Á aðeins um hálfum ára­tug tvö­fald­að­ist hlut­fall end­ur­nýj­an­legrar raf­orku í Þýska­landi; fór úr um 15% og í um 30% raf­orku­fram­leiðsl­unn­ar. Vegna sveiflu­kenndrar fram­leiðslu í vind- og sól­ar­orku er þetta hlut­fall þó síbreyti­legt.

Drif­kraft­ur­inn að baki hinni miklu upp­bygg­ingu í end­ur­nýj­an­legri raf­orku­fram­leiðslu í Þýska­landi var fjár­hags­legur stuðn­ingur sem settur var upp af þýska rík­inu. Stór hluti þess stuðn­ings er svo lagður á raf­orku­not­endur í formi sér­stakra orku­gjalda, þ.e. grænna skatta sem eru óaft­ur­kæfir og eru því bæði greiddir af almenn­ingi og fyr­ir­tækj­um.

Frænir orku­skattar ollu mjög háu raf­orku­verði í Þýska­landi

Þessi grænu skattar eða gjöld urðu til þess að raf­orku­verð til not­enda í Þýska­landi hækk­aði mik­ið. Og varð um leið miklu hærra en sjálft heild­sölu­verðið með flutn­ings­gjöldum og almennum skött­um. Þýska­land varð þekkt fyrir að vera með eitt hæsta raf­orku­verð í Evr­ópu. Staðan var orðin þannig að þýsk iðn- og stór­iðju­fyr­ir­tæki stóðu frammi fyrir miklum áskor­unum í að halda sam­keppn­is­hæfni. Mikið tók að bera á umræðu um að slík starf­semi myndi í auknum mæli flytj­ast frá Þýska­landi og þá einkum vestur um haf þar sem raf­orku­verð var og er mun lægra.

Stór­iðja fékk und­an­þágur frá til­teknum grænum raf­orku­sköttum

Á síð­ustu árum hefur sjálft raf­orku­verðið í Þýska­landi, þ.e. heild­sölu­verð á raf­magni, lækkað veru­lega. Vegna hárra umhverf­is­skatta hefur verð­lækkun til not­enda þó almennt ekki orðið umtals­verð og hefur verðið til neyt­andi nokkurn veg­inn staðið í stað allra síð­ustu árin (þar sem síauknir skattar hafa mætt lækk­andi heild­sölu­verði á raf­orku).  Hjá flestum þýskum iðn­fyr­ir­tækjum hafa því umræddir óaft­ur­kræfir grænir skattar valdið því að raf­magns­reikn­ingur þeirra er áfram mjög hár, þrátt fyrir lækkun á sjálfu orku­verð­inu (heild­sölu­verð­in­u).

Með sér­stökum opin­berum ráð­stöf­unum var aftur á móti dregið úr líkum á því að stór­iðju­starf­semi myndi flýja hátt þýskt raf­orku­verð. Það var m.a. gert með því að und­an­þiggja til­tekna stór­iðju í Þýska­landi frá nán­ast öllum græna orku­skatt­in­um. Fyrir vikið er sú þýska stór­iðja nú að greiða miklu minna fyrir raf­ork­una en iðn­fyr­ir­tæki þar í landi almennt gera. Og þess vegna hefur lækkun á heild­sölu­verði raf­orku í Þýska­landi orðið til þess að umrædd stór­iðja í Þýska­landi er nú að greiða tals­vert lægra verð fyrir raf­magnið en var fyrir nokkrum árum síð­an.

Lækk­andi stór­iðju­verð í Evr­ópu getur dregið úr sam­keppn­is­hæfni Íslands

Lands­virkjun kynnti það rétti­lega á síð­asta árs­fundi sínum að raf­orku­verð til not­enda í Þýska­landi hafi almennt hækkað frá því sem var, þrátt fyrir mikla lækkun heild­sölu­verðs þar á raf­orku. Í þessu sam­bandi vís­aði fyr­ir­tækið til þýska raf­orku­verðs­ins með öllum sköttum og grænum gjöld­um. Þetta var þó ekki alls­kostar nákvæmt hjá Lands­virkj­un. Því í reynd hef­ur, eins og sagði hér að fram­an, raf­orku­reikn­ingur hluta stór­iðj­unnar í Þýska­landi alls ekki hækkað heldur þvert á móti lækkað frá því sem var fyrir nokkrum árum. Vegna þess að hluti þýsku stór­iðj­unnar er að mestu und­an­þegin grænu gjöld­un­um.

Sú lækkun sem varð á raf­orku­verði þýskrar stór­iðju kom að mestu til eftir að  Lands­virkjun mót­aði verð­stefnu sína á árunum 2010-2011. Þetta vekur upp það álita­mál hvort verð­lækk­unin á þýska heild­sölu­mark­aðnum fyrir raf­magn, ásamt svip­aðri verð­lækkun á fleiri raf­orku­mörk­uðum í Evr­ópu, geri Lands­virkjun og öðrum íslenskum orku­fyr­ir­tækjum nú erf­ið­ara fyrir að halda í óbreytta verð­stefnu gagn­vart stór­iðju hér. Meiri upp­lýs­ingar um verð­stefnu Lands­virkj­unar og þróun raf­orku­verðs í Evr­ópu og á Íslandi má sjá á vef­svæði grein­ar­höf­undar á Medi­um.com.

Hér má sjá hvernig raforkuverð hefur þróast til stóriðju á Þýskalandsmarkaði.

Hér má sjá hvernig raforkuverð hefur þróast til stóriðju á Þýskalandsmarkaði.

Grafið hér að ofan sýnir þróun raf­orku­verðs til almenns iðn­aðar í Þýska­landi. Sér­stök gjöld vegna grænnar orku­stefnu Þjóð­verja eru til­greind sem EEG Contri­bution á graf­inu. Sá hluti (sbr. rauði hring­ur­inn) nemur nú nálægt 40% af raf­orku­verð­inu til iðn­fyr­ir­tækja þar í landi. Ýmis stór­iðja, eins og t.d. álver, er að mestu und­an­þegin því að þurfa að greiða þetta gjald og nýtur því miklu lægra raf­orku­verðs en iðn­fyr­ir­tækin almennt.

Fleira áhugavert: