Saugerlar – Í klökum kaffihúsa

Heimild:  mbl

 

Júlí 2017

Saur­gerl­ar fund­ust í klök­um á kaffi­hús­um stærstu kaffi­húsa­keðja Bret­lands í rann­sókn BBC. Skoðuð voru sýni úr drykkj­um frá Costa Cof­fee, Star­bucks og Caf­fe Nero sem inni­héldu klaka og fund­ust saur­gerl­ar í nokkuð stór­um hluta þeirra.

Í sjö af tíu sýn­um á klaka frá Costa fund­ust saur­gerl­ar en hlut­fallið var aðeins skárra hjá hinum keðjun­um eða þrjú af tíu.

Í sam­tali við BBC seg­ir sér­fræðing­ur­inn Tony Lew­is að niður­stöðurn­ar séu áhyggju­efni. „Þess­ir gerl­ar ættu ekki að finn­ast í neinu magni, hvað þá í svona miklu,“ sagði hann.

Þá var einnig skoðað hversu hrein borð, bakk­ar og stól­ar voru á 30 kaffi­hús­um keðjanna.

Costa hef­ur í kjöl­far rann­sókn­ar­inn­ar greint frá því að nú stæði yfir end­ur­skoðun á regl­um um meðhöndl­un á klaka á kaffi­hús­un­um og að von væri á nýj­um búnaði til þess að geyma klak­ann. Star­bucks sagðist vera að hefja einka­rann­sókn á mál­inu og sama sagði talsmaður Caf­fe Nero.

 

Fleira áhugavert: