Hótel Vatnsmýri (rís ekki) – Borgin stýrir uppbyggingu Hótela

Heimld: 

 

September 2015

Dagur B. Eggertsson

Dag­ur B. Eggerts­son, borg­ar­stjóri Reykja­vík­ur, seg­ir að 17.500 fer­metra hót­el sem stefnt sé að reisa í Vatns­mýri sé ekki hluti af upp­bygg­inga­svæði Vals­manna. Um sé að ræða frá­tekið land fyr­ir framtíðaráfanga Land­spít­al­ans. Mik­il­vægt sé að dreifa hót­elupp­bygg­ingu svo hún sé ekki öll í miðborg og Kvos.

Borg­ar­stjóri grein­ir frá þessu á Face­booksíðu sinni í gær­kvöldi.

Hann seg­ir að ein­hverj­ir séu að velta fyr­ir sér frétt RÚV af nýju hót­eli í Vatns­mýri. Marg­ar spurn­ing­ar hafi vaknað og seg­ist Dag­ur vilja svara því helsta, en hann seg­ir margt sem komi til. Hann bend­ir m.a. á, að þetta sé önn­ur af tveim­ur at­vinnu­lóðum sem sé á milli Hlíðar­enda­svæðis­ins og Hring­braut­ar.

„Af hverju ekki íbúðir? Við Hring­braut er ekki hægt að skipu­leggja íbúðabyggð vegna hljóðvist­ar.

Er þetta hluti af svæði eða samn­ing­um við Vals­menn? Nei. Þetta er ekki hluti af upp­bygg­ing­ar­svæði Vals­manna held­ur var þarna var áður frá­tekið land fyr­ir framtíðaráfanga Land­spít­al­ans, en þegar ljóst var að þeir kæm­ust fyr­ir norðan Hring­braut­ar runnu þess­ir skik­ar aft­ur til borg­ar­inn­ar,“ skrif­ar Dag­ur.

Þetta staðfest­ir Brynj­ar Harðar­son, fram­kvæmda­stjóri Vals­manna, í sam­tali við mbl.is.

S8 átti for­kaups­rétt að lóð við hús Íslenskr­ar erfðagrein­ing­ar

„Er vont að þarna verði hót­el? Nei, ekki endi­lega. Það er mik­il­vægt að dreifa hót­el-upp­bygg­ingu þannig að hún sé ekki öll í miðborg og Kvos. Og ef við leyf­um eng­in hót­el þá mun ferðaþjón­ust­an bara auka þrýst­ing­inn á íbúa­hverf­in miðsvæðis.

Hvernig teng­ist þetta upp­bygg­ingu stúd­entag­arða á svæði HÍ? Að síðustu má svo nefna að þessi fjár­fest­ir [S8 – inn­skot blm] átti for­kaups­rétt að lóð við hús Íslenskr­ar erfðagrein­ing­ar sem tókst að losa um með þess­ari lóðasölu. Þar með skap­ast rými til þekk­ing­ar­upp­bygg­ing­ar og bygg­ingu um 200 stúd­enta­í­búða á svæði HÍ, sem er gríðarlega já­kvætt,“ skrif­ar Dag­ur jafn­framt.

Borg­in áskil­ur sér rétt til að stýra upp­bygg­ingu hót­ela

Í ann­arri færslu, sem var birt í morg­un sem um­mæli við pist­il Eg­ils Helga­son­ar fjöl­miðlamanns, seg­ir Dag­ur, að fjölg­un ferðamanna sé staðreynd. Þeim hafi fjölgað um 109% frá 2009, en til sam­an­b­urðar hafi hót­el­rým­um fjölgað um 29%.

„Samt þykir okk­ur nóg um. Borg­in hef­ur lýst því yfir að í Kvos­inni eigi hót­el­fer­metr­ar ekki að fara yfir 23% af byggðum fer­metr­um, en fyr­ir­liggj­andi áform munu fylla þann kvóta. Við erum að skoða önn­ur svæði þar sem við höf­um áhyggj­ur af mett­un og ein­hæfni og áskilj­um okk­ur all­an rétt til að stýra þess­ari þróun, eft­ir því sem við get­um, en bæði lög og regl­ur setja okk­ur nokkr­ar skorður í því. Þó virðist ljóst að við verðum að hugsa fyr­ir hót­el-upp­bygg­ingu til að mæta fjölg­un ferðamanna,“ skrif­ar Dag­ur og bæt­ir við að sú upp­bygg­ing þurfi þá að vera ann­ars staðar en í Kvos.

Hann seg­ir um­rædda fjár­fest­ingu og upp­bygg­ingu bæta lífs­gæði og gera borg­ina betri. 

 

 

Heimld: 

September 2015

Stefnt er að því að hefja framkvæmdir við átján þúsund fermetra hótel í Vatnsmýri. Eigandinn segir hótelið líklega verða það stærsta á Íslandi.

Hótelum hefur fjölgað gríðarlega á höfuðborgarsvæðinu undanfarin ár, samhliða fjölgun ferðamanna. Ekki sér fyrir endann á þessari fjölgun, og sem dæmi má nefna fyrirhuguð hótel við Hörpu og á Hverfisgötu.

Stærsta hótel landsinsNýverið var svo ákveðið að ráðast í byggingu hótels á lóð við gatnamót Hringbrautar og Nauthólsvegar, nærri Hlíðarenda. Ljóst er að hótelið verður engin smásmíði.

„Félagið S8 ætlar að byggja allt að 360 herbergja hótel sem er í samræmi við samkomulag Reykjavíkurborgar og félagsins frá því fyrr á þessu ári. Hönnunarvinna er hafin og það liggja fyrir frumdrög að teikningum. Skipulagið liggur fyrir. Og þetta er allt samkvæmt gildandi skipulagi,“ segir Jóhann Halldórsson, eigandi S8, og bætir því við að stefnt sé að því að hefja framkvæmdir við hótelið í maí á næsta ári. Framkvæmdir við gatnagerð eru þó þegar hafnar. Jóhann segir að byggingin verði tæplega 18 þúsund fermetrar og sennilega stærsta hótel landsins.

Hann segir stefnt að því að opna hótelið 2017. „Það er reyndar bjartsýni. En við Íslendingar erum bjartsýnir,“ segir Jóhann en hafnar eru viðræður við nokkra aðila um undir hvaða merkjum hótelið verði. „En það verður eitthvað þekkt hótel sem mun hefja hér rekstur.“

Ekki er búið að fjármagna verkefnið en S8 verður eigandi verkefnisins. „En síðan verður það væntanlega einhver af íslensku viðskiptabönkunum sem mun styðja við verkefnið,“ segir Jóhann sem telur að verkefnið kosti um 8 milljarða.

Jóhann segir hótelframboð ekki nærri nóg til að anna eftirspurn. „Samkvæmt þeirri kynningu sem Arion banka var með í morgun er alveg ljóst að þótt þetta hótel verði byggt og allt annað sem er í burðarliðnum samkvæmt því sem Reykjavíkurborg hefur upplýst um, þá er það ekki nándar nærri nóg til að anna eftirspurn. Miðað við tvær milljónir ferðamanna í árslok 2017 vantar líklega tvöfalda þá tölu. Í dag er nýtingin 84% sem er það mesta sem þekkist í heiminum.“

Aðspurður segist Jóhann ekki hafa áhyggjur af nálægð hótelsins við Reykjavíkurflugvöll. Hann segir samkomulag Reykjavíkurborgar og ríkisins alveg skýrt, um að hinni svokallaðri neyðarbraut eigi að loka. „Skipulagið eins og það er í dag gerir ráð fyrir því að þessi samningur verði efndur. Og það er ekki hægt að byggja á neinum öðrum forsendum. “

 

Hótel í Vatnsmýrinni

Vatnsmýrin

 

Fleira áhugavert: