Gim­steinn allra al­menn­ings­sal­erna?

Heimild:  

 

Apríl 2017

Í garði á milli skýja­kljúfa New York-borg­ar leyn­ist gim­steinn allra al­menn­ings­sal­erna. Á veggj­un­um hanga lista­verk, flís­ar eru á gólf­um og blóm­vend­ir standa í vasa. Aðgang­ur að kló­sett­inu er ókeyp­is.

Þeir sem ferðast mikið vita hversu óþægi­legt og tíma­frekt það get­ur verið að kom­ast á kló­settið þegar rölt er um borg­ir heims­ins. Oft eru al­menn­ingskló­sett frek­ar óá­lit­leg og þá þarf að bregða sér inn á veit­ingastað eða hót­el, kaupa sér einn drykk eða mat til að fá aðgang að kló­sett­inu.

En bak við al­menn­ings­bóka­safnið á Man­hatt­an er allt annað uppi á ten­ingn­um. Al­menn­ingskló­settið í garði bóka­safns­ins hef­ur nú allt verið tekið í gegn. Kostnaður­inn nam 300 þúsund doll­ur­um, tæp­um 32 millj­ón­um króna og stóðu end­ur­bæt­urn­ar yfir í þrjá mánuði. Bú­ist er við því að um millj­ón manna nýti sér aðstöðuna á hverju ári.

Einka­fyr­ir­tæki, Bry­ant Park Corp., sem á fast­eign­ir á svæðinu, fjár­magnaði end­ur­bæt­urn­ar. Fyr­ir­tækið vinn­ur að því að bæta um­hverfið á svæðinu og von­ast til þess að mann­lífið og viðskipta­lífið glæðist enn frek­ar af þeim sök­um.

Starfs­menn sjá um að halda al­menn­ings­sal­ern­inu hreinu og sam­kvæmt regl­um garðsins á ekki að greiða þjór­fé fyr­ir notk­un á því.

 

Alltaf eru ný­af­skor­in blóm til skrauts á al­menn­ings­sal­ern­inu. AFP

Fleira áhugavert: