Öryggissvæðið Keflavík – IAV 5,3 Milljarðar

Heimild:

.

September 2020

ÍAV ná 5,3 millj­arða samn­ingi við Pentagon

Íslensk­ir aðal­verk­tak­ar urðu hlut­skarp­ast­ir í útboði banda­ríska varn­ar­málaráðuneyt­is­ins á hönn­un og fram­kvæmd­um vegna flug­hlaða og tengdra verk­efna á ör­ygg­is­svæðinu á Kefla­vík­ur­flug­velli.

Frá þessu er greint á vef stjórn­ar­ráðsins, en útboðið var aug­lýst í júlí á síðasta ári.

Banda­rísk yf­ir­völd eru sögð fjár­magna al­farið fram­kvæmd­irn­ar.

Þrjú verk­efni

„Að und­an­gengnu for­vali var valið úr ákveðnum fjölda ís­lenskra og banda­rískra fyr­ir­tækja sem heim­ilt var að bjóða í verkið og varð ÍAV hlut­skarp­ast sem fyrr seg­ir. Til­boð fyr­ir­tæk­is­ins hljóðaði upp á tæp­ar 39 millj­ón­ir banda­ríkja­dala eða 5,3 millj­arða króna.

Það er und­ir kostnaðaráætl­un banda­ríska varn­ar­málaráðuneyt­is­ins en heild­ar­fjár­heim­ild banda­ríska þings­ins hljóðaði upp á 57 millj­ón­ir dala,“ seg­ir á vef stjórn­ar­ráðsins.

Bent er á að um þrjú verk­efni sé að ræða.

„Í fyrsta lagi hönn­un og verk­fram­kvæmd­ir við stækk­un á flug­hlaði inn­an ör­ygg­is­svæðis­ins á Kefla­vík­ur­flug­velli. Í öðru lagi hönn­un og verk­fram­kvæmd­ir fyr­ir fær­an­leg­ar gistiein­ing­ar. Í þriðja lagi hönn­un og verk­fram­kvæmd­ir vegna færslu á flug­hlaði fyr­ir hættu­leg­an farm.“

Áætluð verklok séu í fe­brú­ar 2023.

21,5 millj­arðar frá 2018 til 2023

Auk þess­ara fram­kvæmda standi nú yfir eða séu í und­ir­bún­ingi fram­kvæmd­ir sem hafi verið samþykkt­ar á ör­ygg­is­svæðinu.

„Þar má nefna breyt­ing­ar og end­ur­bæt­ur á flug­skýli 831, bygg­ingu þvotta­stöðvar fyr­ir flug­vél­ar og viðhald og end­ur­bæt­ur á flug­hlöðum, akst­urs­braut­um og ljósa­kerf­um.“

Auk þess hafi verið gerðar um­fangs­mikl­ar upp­færsl­ur á rat­sjár­kerf­un­um og kerf­is­búnaði í stjórn­stöð Atlants­hafs­banda­lags­ins á ör­ygg­is­svæðinu á Kefla­vík­ur­flug­velli.

„Sam­an­lagt er því um að ræða allt að 21,5 millj­arða króna á tíma­bil­inu 2018-2023 sem að mest­um hluta er fjár­magnað af Atlants­hafs­banda­lag­inu og banda­rísk­um stjórn­völd­um.“

Fleira áhugavert: