Vatns­út­flutn­ing­ur hjá Ölgerðinni – Vatnið ekki alltaf dýr­ara á Íslandi

mbl Iceland

Vatns­út­flutn­ing­ur hjá Ölgerðinni hef­ur vaxið hratt á síðustu árum og að sögn for­stjór­ans Andra Þórs Guðmunds­son­ar skilaði þessi hluti rekst­urs­ins í fyrsta skipti já­kvæðri af­komu á síðasta ári. Verðmun­ur á hálfs lítra flösku í Taílandi og á Íslandi hef­ur vakið at­hygli en Andri seg­ir verðin mjög mis­mun­andi milli ein­stakra markaða.

Verðmun­ur­inn hef­ur vakið at­hygli á Face­book en þar birt­ist ann­ars veg­ar verðið á hálfs lítra flösku af Ice­land Spring Water, sem Ölgerðin fram­leiðir, í versl­un við Skelj­ung á Vest­ur­lands­vegi, sem 10/​11 rek­ur, og hins veg­ar á veit­ingastað McDon­ald’s í Taílandi.

Í 10/​11 kost­ar flask­an 349 krón­ur en á McDon­ald’s er verðið 45 Baht, sem jafn­gild­ir tæp­lega 160 ís­lensk­um krón­um. Líkt og á mis­mun­andi markaðssvæðum er verðið jafn­framt mis­jafnt á ís­lenska markaðnum og ráða þar samn­ing­ar við ein­stök fyr­ir­tæki og álagn­ing þeirra úr­slit­um. Í Hag­kaup kost­ar sama flaska t.d. 139 krón­ur og því minna en í Taílandi.

 

Andri Þór Guðmundsson, forstjóri Ölgerðarinnar.

Andri Þór Guðmundsson, forstjóri Ölgerðarinnar

Kína stækk­andi markaður

Ice­land Spring og Ölgerðin eru ekki sama fyr­ir­tæki en Ölgerðin á þó stór­an hlut í því fyrr­nefnda og sér um átöpp­un, dreif­ingu og verðlagn­ingu á Íslandi. Ice­land Spring sér hins veg­ar um út­flutn­ing­inn. Að sögn Andra er um 90% af fram­leiddu magni flutt er­lend­is en í fyrra nam fram­leiðslan um 11 millj­ón­um lítra.

Andri seg­ir verðin vera mjög mis­mun­andi milli ein­stakra markaða og bend­ir á að þau geti verið tíma­bundið mjög lág á ein­um markaði þegar fyr­ir­tækið er að reyna ná þar fót­festu og auka fram­leiðni. Þá koma ýmis önn­ur atriði til skoðunar líkt og álagn­ing versl­ana, virðis­auka­skatt­ur, skila­gjöld og fleira.

Banda­rík­in eru ennþá stærsti markaður Ice­land Spring en út­flutn­ing­ur til Kína hef­ur farið stöðugt vax­andi.

Stefna á að opna vatns­verk­smiðju

Vatnið er fram­leitt í verk­smiðju Ölgerðar­inn­ar á Grjót­hálsi en því er veitt í gegn­um sér­staka bor­holu. Aðspurður hvort fram­leiðslan geti haldið í aukna er­lenda eft­ir­spurn seg­ir hann næt­ur­vakt­ir fleyta fyr­ir­tæk­inu nokkuð langt en þær eru í gangi hluta úr ár­inu.

Hins veg­ar hef­ur ætl­un­in alltaf verið að byggja sér­staka verk­smiðju und­ir vatns­fram­leiðsluna þegar fram­leiðslan spreng­ir hús­næðið að Grjót­hálsi utan af sér. Það er hins veg­ar ekki á teikni­borðinu í nán­ustu framtíð þrátt fyr­ir að fyr­ir­tækið sé að fær­ast í átt að þessu.

Líkt og áður seg­ir er vatnið selt á McDon­ald’s í Taílandi. Veit­ingastaðirn­ir eru alls 202 tals­ins og var samn­ingn­um við skyndi­bita­keðjuna komið á í gegn­um dreif­ing­araðila Ice­land Spring Water í Taílandi.

Að sögn Hall­dórs Björns­son­ar, rekstr­ar­stjóra Ice­land Spring, er vatnið ekki selt á McDon­ald’s í fleiri lönd­um en samn­ingn­um í Taílandi var landað árið 2011.

 

Heimild: Mbl

Fleira áhugavert: