Kísilverksmiðja Thorsil Helguvík – Sex millj­arða samn­ing­ur

mbl

thorsil

Thorsil ehf. hef­ur að und­an­gengnu alþjóðlegu útboði samþykkt til­boð norska fyr­ir­tæk­is­ins Vatvedt AS í tvo ofna og ann­an búnað í fyr­ir­hugað kís­il­ver fé­lags­ins í Helgu­vík.

Hvor ofn not­ar um 40 MW af raf­orku á klukku­stund og er ár­leg fram­leiðslu­geta þeirra sam­tals um 54.000 tonn af kís­il­málmi, að því er fram kem­ur í um­fjöll­un um mál þetta í Morgu­blaðinu.

Fyr­ir­vari er um end­an­lega fjár­mögn­un, en láns­lof­orð ligg­ur fyr­ir frá norsk­um lán­veit­end­um í tengsl­um við samn­ing­inn. Verðmæti samn­ings­ins er um 6 millj­arðar ís­lenskra króna.

Thorsil kísilmálmverksmiðju í Helguvík 1

Smella á myndir til að stækka

Heimild: Mbl

Fleira áhugavert: