Úlfarsárdalur – Íbúar vilja hraðari uppbygging

ruv

ulfarsdalur

Svona á íþróttasvæði Fram í Úlfarsárdal að vera þegar allt verður tilbúið. Það verður þó ekki á þessu ári 2016, en keppnisvöllurinn á þó að vera löglegur í júlí, þó önnur aðstaða verði ekki klár strax. Mynd: – Fram

Íbúar Úlfarsárdals fara fram á að uppbyggingu skóla, íþrótta- og menningamiðstöðvar í hverfinu verði flýtt. Hátt byggingaréttargjald var á sínum tíma réttlætt með hraðri uppbyggingu á innviðum hverfisins, en nú er ljóst að verklok verða 2022, 15 árum eftir að fyrstu íbúar fluttu í hverfið. Þetta kemur fram í ályktun stjórnar Íbúasamtaka Úlfarsárdals.

Íbúasamtökin krefjast þess að borgaryfirvöld hraði framkvæmdum og ljúki þeim eftir þrjú ár. 25 til 30 börn séu á biðlista eftir leikskólaplássi og líkur séu á að þau verði fleiri ef fjölgun íbúa verður svipuð og síðasta ár. Samtökin hafa áhyggjur af því að samrekinn leik- og grunnskóli sé í hættu verði framkvæmdum ekki flýtt.

 

Heimild: RUV

Fleira áhugavert: