Hvað kostar vatnið á Íslandi í samburði við Norðurlöndin ?

or nytt logo

Mars 2015

heidmork

Samanburður á kostnaði heimila við veituþjónustu og á orkuverði í höfuðborgum Norðurlanda leiðir í ljós að árleg útgjöld þriggja manna fjölskyldu miðað við algenga notkun hér á landi eru lægst í Reykjavík. Næst koma Stokkhólmur og Osló með liðlega tvöfaldan kostnað. Minni munur er á gjaldi fyrir neysluvatn.

 

Alþjóðlegur dagur vatnsins

22. mars, er alþjóðlegur dagur vatnsins að forgöngu Sameinuðu þjóðanna. Sjónum er beint að mikilvægi vatns og kjörorðin í ár eru „Vatn er heilsa.“ Orkuveita Reykjavíkur rekur vatnsveitur sem þjóna um 40% landsmanna. Þær eru í Reykjavík, á Akranesi, í Borgarnesi, Stykkishólmi, Grundarfirði, Úthlíð, á Hvanneyri og í Reykholti og Kleppjárnsreykjum. Fyrirtækið hefur á síðustu árum lagt sérstaka áherslu á vernd vatnsbóla, ekki síst í Heiðmörk þar sem vaxandi byggð hefur þrengt að vatnsbólunum. Vatnsverndin fékk sérstaka athygli í vinnu við endurskoðun svæðisskipulags höfuðborgarsvæðisins, sem nú stendur yfir. En hvað kostar vatnið í samanburði við grannlöndin?

 

Hvað kostar vatnið?

Orkuveitan ber reglulega saman veitu- og orkukostnað heimila og var nýjasti samanburður gerður í janúar, eftir að breytingar voru gerðar hér á landi á virðisaukaskatti á orku. Hann hækkaði á heitt vatn en lækkaði á rafmagn.

Hér má sjá samanburð á kostnaði heimila við kalda vatnið. Miðað er við 240 rúmmetra notkun á ári. Í Reykjavík er vatnið raunar selt ómælt til heimila en gjaldið miðað við flatarmál húsnæðis. Hér er miðað við 100 fermetra íbúð.

 

Önnur veituþjónusta

Hér að neðan má svo sjá samanburð á mánaðarlegum kostnaði heimila þegar fráveita, hiti og rafmagn eru komin inn í myndina.

Hægt er að spara

Á Mínum síðum á vef Orkuveitunnar geta viðskiptavinir fylgst með orkunotkun sinni á aðgengilegan hátt og nýtt upplýsingarnar til að bæta orkunýtinguna á heimilinu. Í línuritum sést meðal annars hvernig orkunotkun á heimilinu hefur þróast og fólk getur borið hana saman við meðalnotkun sambærilegra heimila. Þá er að finna á vefnum upplýsingabækling um hvernig spara má heita vatnið.

Samanburðurinn

Mismunandi er á milli borganna hvernig verðið er upp byggt. Hlutfall notkunargjalda og fastagjalds er til dæmis misjafnt og kalt vatn í Reykjavík selt ómælt til heimila. Því þarf að gefa sér tilteknar forsendur og koma þær helstu fram í titli súluritsins að ofan. Þá er skattlagning þessarar þjónustu mismunandi milli landanna.

Samanburðurinn er gerður með þeim hætti að lesið er úr verðskrám stærstu veitufyrirtækja og orkusala í hverri borg og miðast forsendurnar við algeng þjónustukaup þriggja manna fjölskyldu í 100 fermetra íbúð. Raforkuverð sveiflast gjarna meira á Norðurlöndum en hér á landi og er miðað við tilboð fyrirtækja um fast verð í a.m.k. eitt ár.

 

Heimild: OR

Fleira áhugavert: