Vilja skrúfa fyr­ir Niag­ara-fossa

mbl

KONICA MINOLTA DIGITAL CAMERA

Niagara fossar

Hug­mynd­ir eru uppi um að þurrka upp hluta af Niag­ara-foss­um tíma­bundið til að liðka fyr­ir viðgerðum á brúm yfir ána. Það yrði aðeins í annað skiptið sem slíkt yrði gert en síðast fund­ust tvö lík og mikið magn af smá­mynt í ár­far­veg­in­um.

Nokkr­ar aldagaml­ar brýr sem tengja bæ­inn Niag­ara Falls við þjóðgarð sem stend­ur á hólma úti í ánni eru viðgerðar þurfi. Því hafa garða- og sam­göngu­yf­ir­völd í New York-ríki sett fram hug­mynd­ir um að veita vatni frá þeim hluta ár­inn­ar og út í kanadíska hluta foss­anna. Það ástand myndi vara í nokkra mánuði.

niagara kort

Smella á mynd til að stækka

Árið 1969 var ánni veitt annað í fyrsta skipti frá banda­ríska hluta far­veg­ar síns í tæpa fimm mánuði. Fjöldi ferðamanna kom til að fylgj­ast með því þegar foss­inn var þurrkaður upp. Þá kom í ljós mikið magn smá­mynta sem ferðamenn höfðu kastað í ána í gegn­um tím­ans rás.

Einnig fund­ust tvö lík, annað af manni sem kennsl voru síðar bor­in á en einnig af konu sem aldrei kom í ljós hver var. Það kom íbú­um á svæðinu engu að síður á óvart að fleiri lík hefðu ekki fund­ist. Það sé vel þekkt að fjöldi manns hafi bundið enda á líf sitt í foss­un­um.

Verði hug­mynd­irn­ar um að þurrka foss­ana upp að veru­leika gæti það átt sér stað frá ág­úst til des­em­ber og sjá sum­ir fyr­ir sér að viðburður­inn gæti laðað að fjölda ferðamanna.

 

Heimild: Mbl

Fleira áhugavert: