Verða rafbílar rok­dýr­ir?

Heimild:  mbl

 

Ágúst 2015

Raf­bíl­ar gætu orðið rok­dýr­ir

Dan­ir sem eru að velta fyr­ir sér kaup­um á raf­bíl þurfa hafa hraðar hend­ur vilji þeir njóta op­in­berra íviln­ana vegna slíkra bíla. Allt stefn­ir nefni­lega í að þær verði ekki fram­lengd­ar eða end­ur­nýjaðar þegar nú­ver­andi lög renna sitt skeið.

Útlit er sem sagt fyr­ir að raf­bíl­ar verði mun dýr­ari í Dan­mörku á næsta ári. Sam­kvæmt lög­um frá 2012 hafa raf­bíl­ar verið und­anþegn­ir toll­um og öðrum op­in­ber­um gjöld­um. Til­gang­ur­inn var að draga úr los­un gróður­húsalofts og minnka þörf­ina fyr­ir jarðeldsneyti.

Veru­leg áhrif til hins verra?

Und­anþága þessi frá bif­reiðagjöld­um renn­ur út um næst­kom­andi ára­mót og rík­is­stjórn­in danska mun eng­in áform hafa um að breyta því. Rík­ir því óvissa um hvað við tek­ur í raf­bíla­væðing­unni í Dan­mörku, ekki síst fari svo að bíl­ar þess­ir verði skyndi­lega orðnir rok­dýr­ir. Niður­fell­ing íviln­ana þykir þó lík­leg til að hafa veru­leg áhrif til hins verra.

Í inn­flutn­ingi eru lagðir allt að 180% skatt­ar á nýja bíla í Dan­mörku að frá­töld­um af­slátt­um vegna ör­ygg­is­búnaðar þeirra. Er þar um að ræða tolla og virðis­auka­skatt. Raf­bíl­ar hafa verið nán­ast und­anþegn­ir þess­um gjöld­um. Stuðning­ur við raf­bíla og önn­ur meng­un­ar­frí far­ar­tæki eins og vetn­is­bíla hef­ur verið mik­ill í Dana­veldi og hleðslu- og vetn­is­stöðvar sprottið upp.

Þreföld­un í verði yf­ir­vof­andi

Af­leiðing­ar niður­fell­ing­ar íviln­ana vegna raf­bíla­kaupa eru sýnd­ar svart á hvítu á vef­setr­inu tesl­arati.com fyr­ir bíl af gerðinni Tesla Model S með 70 kíló­vatta raf­geymi. Hann kost­ar 580.000 dansk­ar að meðtöld­um 86.000 króna virðis­auka­skatti í Dan­mörku í dag. Með niður­fell­ing­unni myndi bíll­inn skattlagður til fulls hins veg­ar hækka í 1,5 millj­ón­ir danskra króna. Með öðrum orðum næst­um því þre­fald­ast í verði. Það þarf eng­an hag­fræðisnill­ing til að sjá hvaða áhrif það gæti haft á sölu­mögu­leika Tesla í Dan­mörku á næsta ári, en hingað til hafa tæp­lega 1.200 ein­tök selst þar í landi.

Það er kannski of snemmt fyr­ir danska áhuga­menn um raf­bíla að ör­vænta þótt stutt sé í að íviln­an­irn­ar falli niður. Ein­hverja von eiga þeir um að stjórn­völd­um snú­ist hug­ur og þau bjóði áfram upp á ein­hvers kon­ar íviln­an­ir. Skatta­málaráðherr­ann Kar­sten Lauritzen seg­ir nefni­lega í sam­tali við vefsíðu danska verk­fræðinga­fé­lags­ins að síðsum­ars verði fund­in lausn á þessu.

Norðmenn á sömu bux­un­um

Danska stjórn­in er ekki sú eina sem íhug­ar nú að draga úr af­slátt­um vegna kaupa á raf­bíl­um og rekstri þeirra. Norska stjórn­in er einnig með það til skoðunar að fella niður ýms­ar slík­ar íviln­an­ir und­ir lok ára­tug­ar­ins. Sama saga er sögð af þýsku stjórn­inni, en þar í landi eru litl­ar íviln­an­ir í boði – þrátt fyr­ir lof­orð og fyr­ir­heit – og hef­ur raf­bíla­væðing aldrei náð sér á strik í Þýskalandi.

Fleira áhugavert: