Landsvirkjun+ON – Sameining, meiri virkjun

Grein/Linkur: Vill sameina Orkuveituna og Landsvirkjun

Höfundur:  Morgunblaðið

Heimild:  

.

   

.

Janúar 2024

Vill sameina Orkuveituna og Landsvirkjun

Eld­ur Ólafs­son, for­stjóri Amar­oq Miner­als tel­ur að sam­eina þurfi Orku­veit­una og Lands­virkj­un til þess að gera fyrr­nefnda fyr­ir­tæk­inu kleift að virkja meira. Í óbreyttu ástandi hafi fyr­ir­tækið ekki burði til þess.

Orka náttúrunnar er dótturfélag Orkuveitunnar.

Orka náttúrunnar er dótturfélag Orkuveitunnar. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Þetta kem­ur fram í ít­ar­legu viðtali í hlaðvarpsþætt­in­um Þjóðmál­um þar sem Gísli Freyr Val­dórs­son ræðir við Eld og Þórð Páls­son, for­stöðumaður fjár­fest­inga hjá trygg­inga­fé­lag­inu Sjóvá.

„Lyk­il­atriði sem ég tel að þurfi að ger­ast til þess að við get­um farið að virkja meira er að Orka nátt­úr­unn­ar, verði seld til Lands­virkj­un­ar. Af því að þarna ligg­ur stærsti skuldapakki Orku­veit­unn­ar sem er með beina áhættu í ál­verði af því að þeir eru að nota stór­an part af þessu raf­magni til að selja í ál­ver,“ seg­ir Eld­ur.

„Þeir hafa ekki getu út af Plan­inu og út af öll­um vanda­mál­um Orku­veit­unn­ar til að viðhalda lögn­um, hol­um, fjár­fest­ing­um og mögu­lega af hverju Bjarni talaði fyr­ir því að það þyrfti ekki að virkja meira, því það var ein­fald­lega ekki geta til þess.“

.

Gæti fengið bréf í Lands­virkj­un í staðinn

Hann seg­ir að öðru máli gegni um Lands­virkj­un sem hafi burði í verk­efni af þessu tagi. Þannig gæti Reykja­vík­ur­borg selt Orku­veit­una og mögu­lega fengið í skipt­um fyr­ir hlut­inn bréf í Lands­virkj­un og kjöl­farið arð út úr þeirri starf­semi.

„Ég held að það sé ótrú­lega mik­il­vægt, því við þurf­um getu, fjár­fest­ing­ar­getu, því Orku­veita Reykja­vík­ur á og hef­ur umráð yfir gríðarlega stór­um jarðhita­svæðum og get­ur vaxið mjög vel en ger­ir það ekki með þess­um eig­anda sín­um í dag. Fyr­ir borg­ina, hún myndi þá losa sig við 150 millj­arða í skuld­ir þannig að ég held að þetta geti virkað nokkuð vel,“ út­skýr­ir Eld­ur.

Viðhaldi ekki nú­ver­andi kerf­um

Seg­ir hann að Lands­virkj­un hafi mikla getu til að ráðast í fram­kvæmd­ir.

HS Orka gæti gert slíkt hið sama en að fyr­ir­tækið hafi fyrst og fremst lagt áherslu á að greiða út arð á síðustu árum. Hins veg­ar sé Orku­veit­an ekki á þess­um bux­un­um og sé ekki einu sinni að viðhalda nú­ver­andi kerf­um með end­ur­bor­un­um og öðru í þeim dúr.

Áhuga­svið Orku­veit­unn­ar annað

Þórður Páls­son er ekki al­gjör­lega sam­mála Eldi og seg­ir ekki víst að Orku­veit­an geti ekki fjár­fest til orku­öfl­un­ar.

„Ég er ekki al­veg viss um að það sé rétt hjá þér Orku­veit­an geti ekki fjár­fest. Ég held bara að áhuga­svið henn­ar sé annað. Í fjár­fest­ingaráætl­un henn­ar þá var þetta Ljós­leiðar­inn og Car­bfix sem þeir ætla að setja allt í. Og ef við horf­um á Orku­veit­una, hvers vegna hún hef­ur lent í vand­ræðum þá hef­ur þetta verið ljós­leiðarar, rækju­eldi, mis­heppnað hús og ég veit ekki hvað og hvað,“ seg­ir Þórður

„Og þá er það auðvitað eins og þú nefnd­ir áðan, ef þú tel­ur þig vera með nátt­úru­lega ein­ok­un og ætl­ar að regulera hana ein­hvern veg­inn þá verður þú líka að setja skýr­ar regl­ur um að fyr­ir­tækið bara sinni hlut­verki sínu og sé ekki fara í annað, að nýta ein­ok­un­ar­hagnað eða ein­hvers­kon­ar aðstöðuhagnað í óskyld verk­efni og jafn­vel sam­keppni við aðra aðila eins og Orku­veit­an sann­ar­lega gerði.“

Fleira áhugavert: