Alþjóða klósettdagurinn – Er 19.nóvember
Nóvember 2015
2,4 milljarðar jarðarbúa búa við þau óþægindi og heilsufarsáhættu að hafa ekki almennilegan aðgang að klósetti. Alþjóða klósettdagurinn er 19. nóvember.
Mikið framfaramál
Alþjóðlega klósettdeginum, sem Sameinuðu þjóðirnar gangast fyrir, er ætlað að vekja athygli á því að 2,5 milljarðar jarðarbúa hafa ekki aðgang að almennilegu klósetti og stór hluti þeirra þarf að gera þarfir sínar undir opnum himni. Klósett og fráveitukerfi eru mikilvægur hluti af heilbrigðu samfélagi, því þar sem klósettmálin eru ekki í lagi er mikil hætta á smitsjúkdómum. Niðurgangur en ein helsta dánartíðni barna í löndum þar sem hreinlætisaðstöðu er ábótavant. Eins er þetta mannréttindamál, því bent er á að konur eru útsettari fyrir niðurlægingu og nauðgunum þar sem þær komast ekki á lokað klósett.
Göngum betur um okkar eigin fráveitur
Skólpinu er dælt á leið í hreinsistöðvar og þessir aðskotahlutir stífla dælurnar. Eins geta þessir hlutir stíflað lagnakerfið og þá sérstaklega ef þeir blandast feiti sem er versti óvinur fráveitukerfisins og sumir hella í vaska.
OR hefur síðustu ár vakið athygli á því að það skiptir máli bæði fyrir umhverfið og peningaveskið hvernig við göngum um fráveiturnar okkar.
Veggspjöld er að finna á víð og dreif um borgina nú í ár, til að minna fólk á átakið. Gullfiskurinn Undir prýðir veggspjaldið. Hann býr nú í bærilegu yfirlæti í hreinsi- og dælustöðinni við Klettagarða en þangað klomst hann eftir skólplögnunum.
Klósettið er ekki ruslafata
Klósettið er ekki ruslafata, er yfirskriftin í ár. Hér fyrir neðan eru nokkrar myndir sem sýna hvað birtist stundum í dælunum okkar. Fyrir vikið þarf að stöðva þær og hreinsa. Ef álagið er mikið á kerfinu á meðan þá fer stöðin á yfirfall, sem kallað er. Þá fer skólpið beint út í sjó frá stöðinni og kerfið tryggir okkur ekki hreinar strendur og hreinan sjó á meðan.