Icelandic Water Holdings hf – Sveinn Andri ráðinn framkvæmdastjóri

pressan  icelandic

Sveinn Andri Sveinsson

Sveinn Andri Sveinsson

Sveinn Andri Sveinsson, fjármálastjóri Icelandic Water Holdings hf., hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri félagsins á Íslandi og hefur þegar tekið til starfa. Sveinn Andri mun stýra starfsemi félagsins á Íslandi ásamt því að gegna áfram starfi fjármálastjóra samstæðunnar.  Fram að þessu hefur Jón Ólafsson, stofnandi og stjórnarformaður IWH stýrt starfsemi félagsins á Íslandi en hann mun nú einbeita sér að áframhaldandi vexti og uppbyggingu félagsins á erlendum mörkuðum.

Sveinn Andri hefur yfir 20 ára reynslu af stjórnun fyrirtækja. Hann starfaði meðal annars hjá Íslenska útvarpsfélaginu / Norðurljósum, EJS, Hands Holding og Icebank áður en hann hóf störf hjá IWH árið 2009.

„Það er okkur sönn ánægja að kynna Svein Andra sem framkvæmdastjóra félagsins á Íslandi. Við erum þess fullviss að reynsla hans og fagleg vinnubrögð muni gera honum kleift að sinna þessu nýja starfi vel,“

sagði Jón Ólafsson.

„Það er mikill heiður og jafnframt áskorun að takast á við þetta nýja starf. Þetta eru spennandi tímar í rekstri félagsins og ég hlakka til að vinna með frábærum hópi starfsfólks við að auka útbreiðslu Icelandic Glacial um allan heim,“

sagði Sveinn Andri sjálfur.

Jón Ólafsson

Icelandic Glacial er selt á 24 mörkuðum víða um heiminn. Þeir markaðir eru Bandaríkin, Kanada, Bretland, Frakkland, Holland, Belgía, Luxemborg, Rússland, Hvíta-Rússland, Kalíníngrad, Úkraína, Kuwait, Kína,Taiwan, Macau, Hong Kong, Tæland, Suður-Kórea, Singapore, Perú, Mexíkó, Púertó Ríkó og Bermúdaeyjar auk Íslands. Jafnframt notar franska snyrti- og tískuvörufyrirtækið Christian Dior vatnið við framleiðslu á kreminu Dior Snow.

Fyrirtækið var stofnað árið 2004 og eru Jón Ólafsson og Kristján Ólafsson stærstu hluthafar Icelandic Water Holdings ásamt bandaríska drykkjavöruframleiðandanum Anheuser Busch.

 

Heimild: Pressan

 

Fleira áhugavert:

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *