Brasilía – Petrobras

Grein/Linkur:  The boys from Brazil

Höfundur:  Ketill Sigurjónsson

Heimild: Orkubloggið

.

Rio de janeiro

.

The boys from Brazil

brazil-girl

Brazil girl

Einhver dásamlegasti staður sem ég hef komið til er tvímælalaust Rio de Janeiro í Brasilíu. Þetta var árið 2004. Auðvitað var eitt það fyrsta sem ég gerði að kaupa slatta af fótboltaskyrtum, bæði gula Brasilíuboli og svart/rauðan búning Flamengo. Eins og allir sæmilega þroskaðir menn vita var Flamengo liðið hans Zico og Romario er líka oft kenndur við Flamengo.

Á Flamengo-búningnum sem ég keypti handa snáðanum mínum var talan 10 og áletrunin „Petrobras“. Hm.. hugsaði ég… ætli þessi Petrobras sé nýjasta stjarna Brasilíu?

Svarið reyndist vera bæði já og nei. Petrobras er ekki nýr boltasnillingur, heldur reyndist þetta vera eitt helsta fjármálastolt Brasilíu; hratt vaxandi orkufyrirtæki og líklega hið framsæknasta í djúpsjávarleit. Og aðalstöðvarnar eru einmitt í Rio. Í dag þekkja Íslendingar líklega Petrobras-lógóið helst frá Williamsbílunum í Formúlunni (ætlaði ekki Jón Ásgeir að kaupa Williams?).

Petro Formula

Petro Formula

Petrobras er núna það olíufyrirtæki sem er að gera það hvað best og er reyndar talið eitt af 50 stærstu fyrirtækjum heims. Í nóvember s.l. fundu Brazzarnir risaolíulind með um 5-8 milljörðum olíufata (s.k. Tupi svæði), en þetta var stærsti olíufundur í Brasilíu. Og það er skammt stórra högga á milli; á þessu ári hefur Petrobras fundið tvær stórar lindir, báðar um 300 km út af strönd Rio. Annars vegar er Jupiter-svæðið, sem einnig er talið geyma um 5-8 milljarða olíufata. Allra nýjasti fundurinn er hins vegar svæði kennt við Sykurtopp, sem hefur einfaldlega verið sagt „mega stórt“ og hugsanlega með allt að 33 milljarða tunna! Sé þetta rétt, er um að ræða eina stærstu olíulind sem fundist hefur í heiminum. Þannig að það ríkir bjartsýni nú i Brasilíu.

RIO

RIO

Sjálfur „Sykurtoppurinn“ er kletturinn frægi sem er eitt helsta auðkenni Rio og sést hér á síðustu myndinni.

Að lokum; þó svo Rio sé eini staðurinn þar sem ráðist hefur verið á mig, get ég hiklaust mælt með því að fólk heimsæki þessa dýrðlega fallegu borg. Og fólkið þar er ekki siður augnayndi. Bara fara varlega!

Fleira áhugavert: