Nú er álið að koma hingað til lands sem lagnaefni en í bland við plast. Það mun auka þá kosti, sem lagnamenn og húsbyggjendur eiga um að velja. Fram að þessu höfum við vanist því að tala um málmrör eða plaströr, en nú verður brátt breyting þar á, „kynblendingur“ er kominn til sögunnar. Sú spurning hefur oft skotið upp kollinum af hverju ál væri ekki notað í ýmiss konar vatnslagnir, fyrir því eru ýmsar ástæður, einkum tæknilegar, en jafnvel líka heilsufarslegar. En nú er álið að koma hingað til lands sem lagnaefni en í bland við plast. Þessi tegund af rörum er alls ekki ný af nálinni erlendis, það er líklega meira en áratugur síðan þau komu fyrst á markað og við lagnamenn hérlendis höfum átt nóg með að koma plaströrum á markað og yfirstíga þær hindranir sem afturhaldssemi og þröngsýni hefur lagt í götu framþróunar nýrra lagnaefna og lagnaleiða. En nú er komið að því að „kynblendingurinn“ kemur á íslenskan markað, rörið sem er bæði plaströr og álrör. Það hefur margoft verið rakið áður að plaströr eru ekki algjörlega þétt gagnvart ýmiskonar loft- eða gastegundum. Þannig geta plaströr tekið súrefni inn í gegnum rörvegginn, að vísu mjög lítið, en ef það safnast saman í ofnum getur það komið af stað tæringu og á endanum leka.

Hins vegar er nokkuð langt síðan farið var að framleiða plaströr með sérstakri himnu á ytra borði sem kemur í veg fyrir súrefnisupptöku, svo það vandamál er leyst.

Tengd myndEn sumir framleiðendur fóru aðrar leiðir, þeir veðjuðu á álið til að hinda súrefnið í að komast inn í vatnið í rörinu. Með því að nota álið vannst einnig það að rörið varð stífara og ef búið var að beygja það hélst beygjan, hvarf ekki eins og á plaströrinu. En hins vegar glataði rörið þjálni plaströrsins, en hún kemur sér aldeilis vel t.d. þegar lögð eru rör í rör kerfi. Álplaströrið er byggt upp af þremur lögum, yst er plaströr, oftast polyeten sem hefur það hlutverk að hlífa álrörinu og gefa nokkra einangrun. Þar fyrir innan kemur álrörið, sem bæði gefur styrk og þrýstiþol og hindrar súrefni í að komast inn í vatnið. Innst er síðan lag af plasti, oftst er það pexplast sem gefur rörinu þol gegn hita og kemur í veg fyrir snertingu vatnsins við álrörið. Þarna má segja að sameinaðir séu eiginleikar málmsins og plastsins, en eins og fyrr er sagt glatast nokkuð af eiginleikum plastsins í staðinn. Ýmiss konar tengingar hafa verið þróaðar um leið og rörið og algengastar eru þrykkingar, eins og á Mannesmann rörum, eða kónar og þéttirær. Þessi rör munu ekki útrýma neinum öðrum rörum eða kerfum sem á markaði eru, en auka þá kosti sem lagnamenn og húsbyggjendur eiga um að velja.

Álplaströrið er auðvelt að beygja hvort sem er í höndum eða með beygjuvél og þegar beygjan er orðin staðreynd heldur hún sér.

Tengd mynd

Pressutengi

.

Myndaniðurstaða fyrir alupex

kónatengi

.

Ádragstengi