Raforkuöflun, sagan – Næstu 7ár, 2018-2025

Grein/Linkur: Nýjar virkjanir fram til 2025

Höfundur: Ketill Sigurjónsson

Heimild: 

.

.

Apríl 2018

Nýjar virkjanir fram til 2025

Ketill Sigurjónsson

Í þess­ari grein er lýst mögu­leik­um í auk­inni raf­orku­öfl­un á næstu sjö ár­um. Og sett­ar fram þrjár mögu­leg­ar sviðs­mynd­ir. Hafa ber í huga að sjö ár eru ekki lang­ur tími í sam­hengi við þró­un raf­orku­mark­aða og vik­mörk­in í svona áætl­ana­gerð eru því veru­leg. Mögulega verður það Lands­virkjun sem mun skaffa alla þá nýju raf­orku sem þarf á við­mið­un­ar­tíma­bil­inu. Sam­setn­ingin gæti þó orð­ið öðru­vísi og t.a.m. sú að all­ar nýj­ar virkj­an­ir næsta ára­tug­inn, umfram hina nýju Búr­fells­virkj­un og  Þeista­reykj­avirkjun, yrðu hjá öðrum orku­fyrir­tækj­um en Lands­virkj­un. T.a.m. mætti sennilega uppfylla þá raforkuþörf með einni nýrri jarð­varma­virkj­un ON eða HS Orku og tveim­ur nett­um vind­myllu­görð­um. Auk ein­hverrar eða ein­hverra smárra vatns­afls­virkjana.

Raforkuþörfin talin aukast um rúmlega 1,7 TWst

Árið 2017 var raforku­þörfin á Íslandi rúm­lega 19 TWst. Árið 2025 er tal­ið að þörf­in verði um 9% meiri eða tæp­lega 21 TWst. Orku­spár­nefnd álít­ur vöx­tinn á þessu um­rædda tíma­bili nema um 1,7 TWst (spá­in hljóð­ar ná­kvæm­lega upp á 1.733 GWst). En hvað­an mun þessi 9% aukn­ing raf­orku­fram­boðs á Ísl­andi á næstu sjö ár­um koma?

Við vitum ekki fyrir víst hvað­an öll þessi orka á að koma. Til að setja hana í eitt­hvert sam­hengi, þá jafn­gilda 1.733 GWst allri þeirri raf­orku sem unnt væri að fram­leiða með u.þ.b. tveim­ur og hálfri Hvamms­virkjun. Sem er virkj­un­ar­kost­ur sem Lands­virkj­un hefur lengi haft í und­ir­búningi í neðri hluta Þjórs­ar.

Búrfellsvirkjun

Hluti orkunnar mun koma frá Búrfellsvirkjun og Þeistareykjavirkjun

Mjög stór hluti þessarar raf­orku, sem aukin eftir­spurn næstu ára kall­ar á, mun koma frá tveim­ur nýjum virkj­un­um Lands­virkj­un­ar. Þær eru hin nýja Búr­fells­virkj­un (100 MW) og Þeista­reykja­virkjun (90 MW áfangi). Þær eiga báðar að vera komnar í rekstur á þessu ári (2018). Hvaðan af­gang­ur­inn af ork­unni mun koma er ekki unnt að full­yrða. Einn mögu­leiki er að það verði að mestu frá Hvamms­virkjun í neðri hluta Þjórsár.

Þeistareykjavirkjun

Verður Hvammsvirkjun næst?

Í sér­blaði Við­skipta­blaðs­ins haust­ið 2016 var haft eftir for­stjóra Lands­virkj­unar að sá kost­ur sem næst­ur sé „á teikni­borð­inu sé Hvamms­virkjun í Þjórsá“. Lands­virkjun hefur sem sagt kynnt Hvamms­virkjun sem sinn næsta kost. Ekki er að sjá að Orka nátt­úr­unnar (ON) reisi nýja virkj­un í bráð. HS Orka hyggst senn byrja fram­kvæmd­ir við 9,9 MW Brú­ar­virkj­un í Tungu­fljóti í Biskups­tung­um og er líka að rann­saka allt að 50 MW virkj­un­ar­kost í Eld­vörp­um á Reykja­nesi. Þó er óvíst hversu hratt þess­ar fram­kvæmd­ir HS Orku munu ganga. Það lít­ur því út fyrir að næsta um­tals­verða virkj­un hér gæti orð­ið hin nokkuð stóra Hvamms­virkjun í neðri hluta Þjórs­ár.

Raforkuþörfin fram til 2025, umfram þær virkj­anir sem nú er senn verið að ljúka við, gæti verið ná­lægt 800 GWst. Hvamms­virkj­un á að fram­leiða 720 GWst og virð­ist því smell­passa þarna inn í sviðs­mynd­ina. En svo stór virkj­un hent­ar samt ekki sér­stak­lega vel til að mæta þeirri ró­legu aukn­ingu sem vöxt­ur­inn í al­mennri raf­orku­notkun á Íslandi skap­ar. Heppi­legra gæti verið að virkja hér í smærri skrefum.

Hvammsvirkjun

Minni virkjun kann að vera fýsilegri

Ef Landsvirkjun vill fara var­lega í að auka raf­orku­fram­boðið og ein­beita sér að minni virkjun­ar­kost­um, þá á fyrir­tækið ýmsa kosti í jarð­varma. Lands­virkjun gæti horft til þess að virkja í Bjarn­ar­flagi, byrjað á nýrri virkj­un við Kröflu eða stækk­að Þeista­reykja­virkjun ennþá meira. Hver og einn slíkra kosta gæti skilað um 375 GWst í aukið raf­orku­fram­boð á árs­grund­velli. Ekki er ljóst hver af þessum virkj­anakostum er lengst komin í áætlunum Landsvirkjunar, en þeir eru vel að merkja allir staðsettir á jarðvarmasvæðunum á Norðausturlandi.

Skrokkölduvirkjun

Skrokkalda er sennilega óskakostur Landsvirkjunar

Sennilega myndi Lands­virkjun helst vilja hafa Skrokk­öldu­virkjun sem sinn næsta kost. Sú virkj­un á út­falli Há­göngu­lóns á há­lend­inu miðju væri fjár­hags­lega hag­kvæm og myndi tengj­ast inn á risa­vax­ið flutn­ings­kerf­ið á Þjórsár- og Tungna­ár­svæð­inu. Og fram­leiðsla virkj­un­ar­inn­ar, sem áætl­uð er um 345 GWst, yrði svipuð eða lít­ið minni en hjá nýrri jarð­varma­virkj­un. Sem sagt hóf­leg og fremur hag­kvæm við­bót inn á raf­orku­markaðinn.

En Skrokkölduvirkjun er ekki í nýtingar­flokki Rammá­aætl­un­ar. A.m.k. ekki enn­þá. Og það sem meira er; kannski kemst Skrokk­öldu­virkjun aldrei í nýt­ing­ar­flokkinn. Nú er nefni­lega mik­ið horft til Mið­hálend­is­þjóð­garðs og nýj­ar virkj­an­ir á mið­há­lend­inu fara varla vel með þjóð­garði þar. Þarna á a.m.k. veru­leg um­ræða eftir að eiga sér stað á hin­um pólí­tíska vett­vangi. Það er því kannski ólík­legt að unnt verði að ljúka við Skrokk­öldu­virkj­un t.a.m. fyrir 2025. Og kannski verður þessi hálend­is­virkj­­un aldrei reist.

Blöndu­virkjun

Annar óskakostur er sennilega Blöndu­veitu­virkjun

Virkjanir-fram-til-2025_svidsmyndir-LV_Hreyfiafl-2018Annar hóflega stór virkjunar­mögu­leiki Lands­virkj­un­ar er Blöndu­veitu­virkj­un. Þessi kostur er í reynd þrjár virkj­an­ir, sem myndu að öllum lík­ind­um fram­leiða tæp­lega 200 GWst. Þessi virkj­un­ar­kost­ur er nú þeg­ar í nýt­ing­ar­flokki Ramma­áætl­un­ar.

Gallinn er bara sá að með­an Lands­net hefur ekki styrkt flutn­ings­kerf­ið frá Blöndu­svæð­inu er ósenni­legt að raf­orka frá Blöndu­veitu­virkj­un kom­ist til not­enda. Þess vegna þarf Lands­virkjun lík­lega, sem næsta verk­efni, ann­að hvort að ráð­ast í nýja jarð­varma­virkj­un eða að taka stóra skref­ið og reisa Hvamms­virkjun. Á töflunni hér til hliðar má sjá hvernig þessar sviðsmyndir gætu litið út. Þar sem annars vegar er gert ráð fyrir Hvammsvirkjun en hins vegar gert ráð fyrir þremur öðrum virkjunum. Í reynd verður hin raunverulega sviðsmynd sennilega ólík þessum báðum.

Lendingin gæti orðið um 50 MW ný jarð­varma­virkjun

Að svo stöddu virðast, eins og áður sagði, sem hvorki Blöndu­veitu­virkj­un né Skrokk­öldu­virkj­un séu inn­an seil­ing­ar. Og vegna þess hversu Hvamms­virkj­un er stór, er eðlilegt að Lands­virkj­un vilji bíða eitt­hvað með þá virkj­un. Og t.a.m. fyrst sjá hvern­ig ganga mun að end­ur­semja við Norð­ur­ál um raf­orku­við­skipt­in þar (þar sem stór samn­ing­ur losn­ar 2023). Þess vegna virð­ist senni­legt að næsta virkj­un Lands­virkj­un­ar verði minni virkj­un en Hvamms­virkj­un. Og þá væri kannski nær­tæk­ast að það yrði u.þ.b. 50 MW jarð­varma­virkjun.

Flöskuhálsar í flutningskerfi Landsnets valda vanda

Það kann að vísu að tefja fyrir slíkum áform­um um nýja jarð­hita­virkjun, að tölu­vert meiri rann­sókn­ir þurfa senni­lega að fara fram áð­ur en fram­kvæmd­ir gætu haf­ist á jarð­varma­svæð­um Lands­virkj­un­ar. Að auki eru allar svona áætl­an­ir mjög háð­ar upp­bygg­ingu Lands­nets á nýjum há­spennu­línum. Í dag eru tak­mark­að­ir mögu­leik­ar á að flytja raf­orku frá nýj­um virkj­un­um milli sumra lands­hluta vegna flösku­hálsa í flutn­ings­kerfinu.

Það virð­ist reyndar vera í for­gangi hjá Landsneti að styrkja flutn­ings­getu milli NA-lands og Eyja­fjarð­ar­svæð­is­ins. Og þess vegna er töluvert meiri nýt­ing jarð­varma á NA-landi e.t.v. mögu­leg inn­an ekki alltof langs tíma. Sú hug­mynd að næsta virkj­un Lands­virkj­un­ar verði um 50 MW ný jarð­varma­virkj­un ætti því að geta geng­ið eft­ir innan ekki of langs tíma. Svo sem ný virkj­un í Kröflu.

Hvar verður mest þörf fyrir orkuna?

Mögu­lega yrði það samt fremur HS Orka sem myndi fyrst reisa slíka virkj­un. Þ.e. að næsta jarð­varma­virkjun verði á Reykjanesi og þá kannski helst í Eldvörpum. Orka náttúrunnar (Orkuveita Reykja­víkur) virðist aftur á móti engin áform hafa um nýja virkjun á næstu árum.

Í allri þessari umræðu er lykil­spurning eftir­farandi: Hvar verð­ur mest þörf fyrir þá raf­orku sem tal­ið er að auk­in eftir­spurn hér kalli á á þessu um­rædda tíma­bili fram til 2025? Og hvað­an verð­ur unnt að flytja þá orku? Þessi álita­mál eru efni í sér­staka um­fjöll­un og verð­ur ekki nán­ar gerð skil hér.

Ýmsar sviðsmyndir mögulegar

Hér fyrir neðan gefur að líta sviðs­mynd um nýtt raf­orku­fram­boð fram til 2025 sem grein­ar­höf­und­ur álít­ur skyn­sam­lega og hvað raunhæfasta. Augljóslega verður umtalsverðum hluta af aukinni raforkuþörf næstu misserin og árin mætt með nýju Búrfellsvirkjuninni og jarðhitavirkjuninni á Þeistareykjum. Hvoru tveggja er virkjanir í eigu Landsvirkjunar.

Virkjanir-fram-til-2025_svidsmyndir_Hreyfiafl-2018Samkvæmt spá Orkuspárnefndar þarf að virkja töluvert meira (að því gefnu að hér loki ekki stóriðja). Þeirri orkuþörf mætti mæta með einni jarð­varma­virkjun, sem mögu­lega yrði á Reykja­nes­skaga (og þá er virkjun í Eld­vörpum kannski líklegust). Að auki mætti með hagkvæmum hætti uppfylla raforkuþörfina með u.þ.b. 25 vind­myllum. Og svo er líka líklegt að hér rísi einhver eða jafnvel tvær til þrjár litlar vatnsaflsvirkjanir (undir 10 MW) á komandi árum. Þessari sviðsmynd er lýst á töflunni hér til hliðar.

Sæstrengur myndi kalla á ennþá fleiri virkjanir

Eins og komið hefur fram, þá er hér stuðst við við­mið­un­ar­árið 2025 og spá Orkus­pár­nefndar um raforkuþörfina þá. En svo er líka áhugavert að nú kynnir breskt fyrirtæki að einmitt árið 2025 verði 1.200 MW sæstrengur kominn í gagnið milli Bretlands og Íslands. Og þá þyrfti væntanlega ennþá meira af nýjum virkjunum hér, til að uppfylla bæði vaxandi raforkunotkun innanlands og raforkuþörf sæ­strengs­ins. Um það hvaða virkj­an­ir myndi þurfa fyrir slíkan sæ­streng milli Íslands og Bret­lands verður fjallað síðar.

Fleira áhugavert: