Heitavatnslaust – Höfuðborgarsvæðið, sagan 2024

Grein/Linkur: Heitavatnslaust í einn og hálfan sólarhring víða á höfuðborgarsvæðinu

Höfundur:  Mbl

Heimild: mbl

.

.

Júní 2024

Heitavatnslaust í einn og hálfan sólarhring víða á höfuðborgarsvæðinu

Heita­vatns­laust verður í einn og hálf­an sól­ar­hring í öll­um Hafnar­f­irði, Kópa­vogi, Álfta­nesi, Garðabæ, Norðlinga­holti og Breiðholti frá klukk­an 22 mánu­dags­kvöldið 19. ág­úst til há­deg­is á miðviku­deg­in­um 21. ág­úst.

Þetta kem­ur fram í til­kynn­ingu frá Veit­um en ástæða heita­vatns­leys­is­ins er sú að vinna stend­ur yfir að tvö­falda á suðuræð sem flutn­ing­sæð og flyt­ur vatn frá Reyn­is­vatns­heiði og á stór­an hluta af höfuðborg­ar­svæðinu. Í lok ág­úst verður hluti henn­ar tek­in í notk­un.

Fram­kvæmd­in er fyrsti hluti af lagn­ingu suðuræðar 2. Fyrsti áfangi verður tek­inn í notk­un haustið 2024 og mun yf­ir­borðsfrá­gangi að mestu ljúka árið 2025. Lokafrá­gang­ur er þó háður vinnu við mis­læg gatna­mót Arn­ar­nes­veg­ar og Breiðholts­braut­ar.

Vinnusvæðið.
Vinnusvæðið. Kort/​Veit­ur

Vinnusvæðið er sam­hliða Breiðholts­braut frá und­ir­göng­um við Jafna­sel og und­ir brúna yfir Elliðaá.

Fram kem­ur í til­kynn­ing­unni að Veit­ur muni vera í sam­ráði við íbúa og rekstr­araðila á stöðunum til að tryggja góða upp­lýs­inga­gjöf vegna máls­ins.

Lok­un­in á þeim tíma sem minnsta notk­un er á heitu vatni

„Við höf­um skipu­lagt lok­un­ina þannig að hún verði á þeim tíma sem minnsta notk­un er á heitu vatni. Við skil­um vel að það komi sér illa fyr­ir mörg að vera án heits vatns í rúm­an sól­ar­hring en því miður verður svo að vera þegar um svo stórt verk er að ræða. Við erum að tengja stofn­lögn heita vatns­ins til að auka rekstr­arör­yggi og flutn­ings­getu fyr­ir íbúa til næstu ára­tuga,“ seg­ir í til­kynn­ing­unni.

Þá seg­ir að sam­hliða teng­ing­unni á stofn­lögn­inni verði sinnt mik­il­vægu viðhaldi og tengd­ar verða nýj­ar lagn­ir á fjór­um stöðum til viðbót­ar til að tak­marka þau skipti sem þurfti að stöðva af­hend­ingu vatns til íbúa.

Fleira áhugavert: