Lagnabrunnar – Drengur féll í brunn

Grein/Linkur:  Gerðu sér ekki grein fyrir slysahættunni

Höfundur:  Sigurður Grétar Guðmundsson

Heimild: 

.

Hver einasti brunnur á lóðum ÞG verks verður skoðaður eftir að barn féll niður í slíkan brunn á laugardag. Samsett mynd

.

Nóvember 2024

Gerðu sér ekki grein fyrir slysahættunni

Starfs­menn ÞG verks fara nú yfir alla fall­brunna á lóðum þar sem fyr­ir­tækið hef­ur byggt síðustu ár og hyggj­ast breyta frá­gangi þeirra.

Örn Tryggvi Johnsen, verk­efna- og rekstr­ar­stjóri hjá ÞG verk, seg­ir málið hafa verið sett í al­gjör­an for­gang hjá fyr­ir­tæk­inu, en þriggja ára dreng­ur féll ofan í slík­an brunn við heim­ili sitt í Urriðaholti í Garðabæ á laug­ar­dag. Dreng­ur­inn steig á brunn­lokið, sem sporðreist­ist með þeim af­leiðing­um að hann féll niður að minnsta kosti tvo metra.

Nauðsyn­leg­ir vegna lagna

Örn seg­ir brunn­ana nauðsyn­lega vegna hönn­un­ar, svo að hægt sé að kom­ast í lagn­ir sem eru neðanj­arðar.

„Við höf­um haft þann hátt­inn á að þar sem brunn­ar eru á um­ferðarsvæðum höf­um við verið að setja þessi stóru, þungu járn­steyptu lok en á gras­svæðum höf­um við gjarn­an verið að nota stállok og ým­ist sett þau und­ir jarðveg eða haft þau sjá­an­leg. Það má svo sem segja að sú ákvörðun eða það vinnu­lag hafi helg­ast af praktísk­um sjón­ar­miðum því það hef­ur verið gott að menn viti hvar þess­ir fall­brunn­ar eru,“ út­skýr­ir hann.

Skipt um lok eða tyrft yfir

Ekki hafi verið hugsað út í að brunn­arn­ir gætu verið slysa­gildr­ur fyr­ir börn.

„Menn hafa kannski ekki endi­lega gert sér grein fyr­ir þess­um mögu­leika en við tök­um þessu mjög al­var­lega og við send­um mann­skap okk­ar út í morg­un til að staðsetja, skoða og meta með pípu­lagna­meist­ur­um okk­ar hvort og hvað á að gera við hvert ein­asta brunn­lok sem er sjá­an­legt. Það verður þá ým­ist skipt um lok eða brunn­arn­ir verða lækkaðir og tyrft yfir,“ seg­ir Örn.

„Við setj­um þetta í for­gang til þess að minnka lík­urn­ar á því að svona geti gerst aft­ur,“ bæt­ir hann við.

Ekki áður fengið slíka ábend­ingu

Aðspurður seg­ir Örn fyr­ir­tækið ekki áður hafa fengið ábend­ingu um sam­bæri­legt at­vik. „En þegar maður horf­ir á þetta eft­ir á er auðvitað klár­lega hætta þarna til staðar. Og ég hef grun um að svona brunn­ar séu víða.“ Nú þegar hafi verið send­ar út leiðbein­ing­ar um hvernig eigi að ganga frá slík­um brunn­um fram­veg­is. Þá hafi for­svars­menn fyr­ir­tæk­is­ins verið í sam­bandi við fjöl­skyld­una og hús­fé­lagið.

„Við höf­um verið í sam­skipt­um bæði við fjöl­skyld­una og hús­fé­lagið og heyr­um ekki annað en að það séu all­ir sátt­ir við viðbrögð okk­ar og von­um bara að svo sé.”

Fleira áhugavert: