Vatnstjón heimilum – Samstarf um varnir, sagan

Grein/Linkur:  Samstarf um varnir gegn vatnstjóni á heimilum

Höfundur:  Vatnsvarnarbandalagið – Félag dúklagninga- og veggfóðrarameistara, Félag
pípulagningameistara, IÐAN fræðslusetur, Mannvirkjastofnun, Múrarameistarafélag
Reykjavíkur, Nýsköpunarmiðstöð Íslands, Samtök um loftgæði, Sjóvá-Almennar tryggingar
hf., TM hf., VÍS hf. og Vörður tryggingar hf

Heimild: 

.

.

Febrúar 2014

Samstarf um varnir gegn vatnstjóni á heimilum

Ellefu fyrirtæki, stofnanir og samtök hafa myndað samstarfshóp um varnir gegn vatnstjóni.
Gríðarlegt eignatjón, mikil óþægindi og jafnvel heilsutjón verður vegna vatnsleka, raka og
myglu á íslenskum heimilum ár hvert. Tryggingafélögin bæta hluta tjónsins en verulegar
fjárhæðir lenda á heimilunum. Samstarfshópurinn telur að mjög megi draga úr þessu tjóni
með fræðslu til almennings og aukinni þekkingu og fagmennsku iðnaðarmanna.
Hópurinn bendir á ýmsar leiðir til að draga úr vatnstjóni. Meðal annars má nefna:
 Að láta löggilta fagmenn ávallt annast pípulagnir og frágang í votrýmum (eldhús, bað,
þvottahús), svo sem múrverk, flísalögn og dúklögn. Reynslan sýnir að ófagleg
vinnubrögð eða fúsk getur orðið fólki afar dýrkeypt. Einnig þarf að hafa fagmenn með
í ráðum um val á tækjum og efnum.
 Að auka þekkingu og fagmennsku iðnaðarmanna sem koma að frágangi í votrýmum
með því að gefa þeim kost á framhaldsmenntun.
 Að fólk sinni umhirðu og eftirliti með lögnum og tækjum og bregðist við til að draga
úr líkum á vatnstjóni eða koma í veg fyrir það.
 Að fólk kunni að bregðast rétt við þegar vatnsleki verður. Þannig má koma í veg fyrir
tjón eða draga úr því.
Að samstarfshópnum standa Félag dúklagninga- og veggfóðrarameistara, Félag
pípulagningameistara, IÐAN fræðslusetur, Mannvirkjastofnun, Múrarameistarafélag
Reykjavíkur, Nýsköpunarmiðstöð Íslands, Samtök um loftgæði, Sjóvá-Almennar tryggingar
hf., TM hf., VÍS hf. og Vörður tryggingar hf

Fleira áhugavert: