Vatnstjón – Vel á 3 milljarða króna
Grein/Linkur: Vatnstjón vel á þriðja milljarð króna á síðasta ári 2013
Höfundur: Vatnsvarnarbandalagið – Félag dúklagninga- og veggfóðrarameistara, Félag
pípulagningameistara, IÐAN fræðslusetur, Mannvirkjastofnun, Múrarameistarafélag
Reykjavíkur, Nýsköpunarmiðstöð Íslands, Samtök um loftgæði, Sjóvá-Almennar tryggingar
hf., TM hf., VÍS hf. og Vörður tryggingar hf
.
.
Febrúar 2014
Vatnstjón vel á þriðja milljarð króna á síðasta ári
Vatnstjón á heimilum og í fyrirtækjum nam á þriðja milljarði króna árið 2013 og og varð
langmestur hluti tjónsins á heimilum eða 84 prósent. Tryggingafélögin bæta tjónið að miklu
leyti en ljóst er að heimilin bera verulegan kostnað af vatnstjóni. Annars vegar greiða þau
hundruð milljóna króna í eigin áhættu en hins vegar er mjög algengt að vatnstjón reynist ekki
bótaskylt. Tilkynnt var um vatnstjón 18 sinnum að meðaltali á dag, þar af voru að meðaltali
fjögur tilvik ekki bótaskyld.
Þetta kemur fram í tölum tryggingafélaganna sem teknar voru saman af óháðum aðila fyrir
samstarfshóp um varnir gegn vatnstjóni. Til samanburðar má nefna að brunatjón nam 1.239
milljónum króna í fyrra.
Bætt vatnstjón á heimilum nam nærri 1.900 milljónum króna en þar af er eigin áhætta
tryggingataka um 300 milljónir . Vatnstjón í fyrirtækjum nam rúmlega 366 milljónum króna.
Alls var tilkynnt um 6.700 tilvik og bættu tryggingafélögin tjónið í 5.200 tilvikum en í 1.500
tilvikum reyndist tjónið ekki bótaskylt.
Tryggingafélögin greiddu að meðaltali rúmlega 300 þúsund krónur fyrir hvert tjón. Sé
meðaltalið það sama þar sem tjón var ekki bótaskylt má ætla að heimilin hafi tekið á sig um
455 milljónir í óbætt tjón. Að viðbættri eigin áhættu eru bein fjárútlát heimilanna vegna
vatnsleka þá um 753 milljónir króna. Þá er ótalið rask, óþægindi og jafnvel heilsutjón sem
getur hlotist af vatnsleka, raka og myglu.
Fjöldi tilvika dreifist nokkuð jafnt á mánuði ársins en hann er þó mestur yfir vetrarmánuðina.
Flest tilvik urðu í desember eða 615 talsins.
Langalgengast er að tjón í einstökum tilvikum sé innan við milljón króna. En dæmi eru um
mjög kostnaðarsöm tilvik:
• Tjón hærra en 4 milljónir: 13
• Tjón á bilinu 3-4 milljónir: 26
• Tjón á bilinu 2-3 milljónir: 49
• Tjón á bilinu 1-2 milljónir: 255
Tilvik þar sem tjón er milljón krónur eða meira voru því 343 eða næstum því eitt á dag.
Samstarfshópur um varnir gegn vatnstjóni
Ellefu fyrirtæki, stofnanir og samtök hafa myndað samstarfshóp um varnir gegn vatnstjóni.
Samstarfshópurinn telur að mjög megi draga úr þessu tjóni með fræðslu til almennings og
aukinni þekkingu og fagmennsku iðnaðarmanna. Fræðsluefni um varnir gegn vatnstjóni má
nálgast hér (Setja slóð á bæklinginn)
Að hópnum standa Félag dúklagninga- og veggfóðrarameistara, Félag pípulagningameistara,
IÐAN fræðslusetur, Mannvirkjastofnun, Múrarameistarafélag Reykjavíkur,
Nýsköpunarmiðstöð Íslands, Samt