Framleiðsla vetnis – Korpu

Grein/Linkur:  Áforma framleiðslu vetnis við Korpu

Höfundur: Ólafur E. Jóhannsson Mbl

Heimild:

.

Fyrirhuguð vetnisframleiðsla verður á svipuðum slóðum og tengivirkið norðan Korputorgs er nú. Morgunblaðið/Karítas

.

Janúar 2025

Áforma framleiðslu vetnis við Korpu

Uppi eru áform um að hefja fram­leiðslu vetn­is og bygg­ingu vetnis­áfyll­ing­ar­stöðvar við hlið tengi­virk­is Landsnets og dreif­istöðvar Veitna við Korpu í Reykja­vík, en ætl­un­in er að nýta vetnið sem eldsneyti fyr­ir sam­göng­ur.

Það eru fyr­ir­tæk­in Lands­virkj­un, Linde og Olís sem standa að verk­efn­inu, en það er kynnt í skipu­lags­gátt.

Fram­leitt með raf­grein­ingu

Vetni er fram­leitt með raf­grein­ingu vatns og er ætl­un­in að setja upp 5 mega­vatta raf­greini í því skyni og að hon­um verði komið í rekst­ur um mitt ár 2027, en fram­leiðslu­get­an er áætluð 775 tonn af vetni á ári. Þá er og gert ráð fyr­ir stækk­un raf­grein­is­ins í allt að 10 mega­vött inn­an fárra ára, mun þá fram­leiðslu­get­an tvö­fald­ast og verða 1.550 tonn á ári þegar þar að kem­ur.

Verk­efn­inu er svo lýst í skipu­lags­gátt að með því verði stig­in stór skref í orku­skipt­um á Íslandi, einkum í þunga­flutn­ing­um á landi og í iðnaði, og að það styðji við mark­mið stjórn­valda í orku- og lofts­lags­mál­um.

Sérþekk­ing í vetni

Auk Lands­virkj­un­ar kem­ur verk­fræðifyr­ir­tækið Linde að þessu verk­efni, en það býr yfir sérþekk­ingu í vetni­s­tækni. Ætl­un­in er að dreifa vetni fyr­ir viðskipta­vini víða um land. Auk Lands­virkj­un­ar og Linde stend­ur Olís að verk­efn­inu, en fyr­ir­tækið hyggst koma vetnis­áfyll­ing­ar­stöð í rekst­ur og gera rekstr­araðilum vetnis­knú­inna öku­tækja af ýms­um stærðum og gerðum kleift að nýta vetni til áfyll­ing­ar. Verður áfyll­ing­ar­stöðin við hlið raf­grein­is­ins.

Fleira áhugavert: