Notkun kola – Vaxandi eða á undanhaldi

Grein/Linkur:  Kolanotkun vaxandi eða á undanhaldi?

Höfundur:  Ketill Sigurjónsson

Heimild:  Orkubloggið

.

.

Desember 2015

Kolanotkun vaxandi eða á undanhaldi?

US-EIA_Electricity-Generation-Development-2015

US-EIA_Electricity-Generation-Development-2015

Notkun kola hefur aukist mjög hratt í heiminum á liðnum árum. Ástæðan er fyrst og fremst geysilegur efnahagsvöxtur Kína, þar sem kolaorka hefur verið mikilvægasti orkugjafinn. Á sama tíma hefur dregið úr kolanotkun í öðrum heimshlutum, einkum í mörgum vestrænum löndum.

Þannig hefur orðið dramatískur samdráttur á kolanotkun vestur í Bandaríkjunum (sbr. grafið hér til hliðar). Sá samdráttur stafar fyrst og fremst af mjög lágu verði þar vestra á jarðgasi (sem þess vegna er ódýrari orkugjafi til raforkuframleiðslu). Auk þess sem mengunarvarnarreglur gera raforkuframleiðslu með kolum síður samkeppnishæfa en var.

Coal-World-Production-and-Consumption_1989-2015

Coal-World-Production-and-Consumption_1989-2015

Fyrir vikið eru nú ekki byggð nein ný kolaorkuver í Bandaríkjunum. Þar fjárfesta orkufyrirtæki fyrst og fremst í gasorkuverum annars vegar og endurnýjanlegri orku hins vegar. Í síðarnefnda geiranum er mestur kraftur í byggingu vindorkuvera.

Einhver mikilvægasta spurningin í raforkugeiranum í dag er hvort heimurinn sé að ná hámarksnotkun í kolum (peak-coal). Fyrir einungis örfáum árum síðan var almennt talið langt í að svo færi. En efnahagsslakinn í Kína hefur valdið því að mögulegt virðist að peak-coal kunni að vera innan seilingar – eða jafnvel upp runnin.

China-Coal_Consensus-We-Havent-Seen-Peak-Coal-Use-in-China-2015

China-Coal_Consensus-We-Havent-Seen-Peak-Coal-Use-in-China-2015

Þar skiptir mestu hvort notkun kola til raforkuframleiðslu í Kína sé hætt að aukast – og hversu mikill vöxtur verði í kolanotkun á Indlandi á næstu árum.

Um þetta allt eru reyndar afar skiptar skoðanir. Meðan sumir segja Kína hafa náð peak-coal eru aðrir á því að svo sé alls ekki. Og að svo geti farið að kolanotkun í Kína muni á næstu tveimur til þremur áratugum aukast gríðarlega. Þarna er því í reynd uppi alger óvissa – en engu að síður gaman að orna sér við svona spár þegar dregur að áramótum.

Fleira áhugavert: