Sala á rafmagni annars vegar og dreifing rafmagns hinsvegar er aðskilin starfsemi sem sinnt er af mismunandi fyrirtækjum og skýrt er betur neðar á síðunni. Rafmagnssala er á samkeppnismarkaði en dreifing rafmagns er í höndum sérleyfisfyrirtækja.
Allir þurfa að velja sér söluaðila rafmagns og geta neytendur valið við hvaða fyrirtæki þeir skipta. Búseta skiptir ekki máli þegar kemur að vali á söluaðila rafmagns; öllum er frjálst að skipta við það fyrirtæki sem þeir kjósa.
Að velja sér raforkusala er einfalt og fljótlegt. Hægt er að fara inn á heimasíður raforkusölufyrirtækis og ganga frá viðskiptasamningi.
Söluaðilar rafmagns eru (í stafrófsröð):
- Atlantsorka
- Fallorka
- HS Orka
- N1 Rafmagn
- Orka heimilanna
- Orka náttúrunnar
- Orkubú Vestfjarða
- Orkusalan
- Straumlind
Mikilvægt er að samningur við söluaðila rafmagns sé til staðar. Annars verður lokað fyrir rafmagnið því dreifiveitum er óheimilt samkvæmt lögum að dreifa rafmagni inn á heimili og fyrirtæki. Ekki er opnað fyrir rafmagnið á ný fyrr en raforkusali hefur verið valinn. Að láta opna á ný eftir lokun felur einnig í sér töluverðan kostnað fyrir neytandann.
Neytendur geta ekki valið sér dreifiaðila rafmagns líkt og sölu. Dreifiveitur starfa eftir svæðum og aðeins eitt fyrirtæki sér um dreifingu rafmagnsins á hverju svæði.