Klósettvandar kýr – Þyrma náttúrunni

Grein/Linkur:  Klósettvandar kýr þyrma náttúrunni

Höfundur: Lifandi Vísindi

Heimild: 

.

.

Júlí 2022

Klósettvandar kýr þyrma náttúrunni

Til að draga úr mengun af saur nautgripa hafa menn þróað aðferð til að kenna kúm að fara á klósett.

Í landbúnaði ganga kýr gjarnan frjálsar um hagann eða í fjósinu og gera þarfir sínar þar sem þær eru staddar. 

Saur og þvag í bithaga getur mengað jarðveg og grunnvatn og ammoníak í kúadellu brotnar niður í gastegundina dinitrogenoxíð, líka þekkt sem hláturgas sem er mikilvirk gróðurhúsalofttegund.

Til að ráða bót á þessum vanda hefur fjölþjóðlegur hópur vísindamanna gert tilraunir til að venja kálfa á „klósett“ með góðum árangri.

Í tilraunafjósi var innréttað sérstakt kálfaklósett þar sem unnt var að taka mykju og þvag til frágangs á vistvænan hátt. 

Nautgripir eiga reyndar ekki auðvelt með að halda í sér og það var því hluti af náminu að veita kálfunum verðlaun fyrir að gera þarfir sínar á klósettinu. En migu þeir utan við klósettbásinn fengu þeir kalda vatnsbunu yfir sig.

Aðferðin virkaði eins og til var ætlast. Af 16 kálfum í fjósinu tókst að kenna 11 að nota klósettið á aðeins tveimur vikum. Það er betri árangur en næst þegar börn læra að nota kopp.

Í nútímafjósum fara kýrnar sjálfar í mjaltabásinn þegar þær þurfa að losna við mjólkina. 

Vísindamennirnir vona að klósettbásin geti á saman hátt orðið fastur liður í fjósinnréttingum til gagns fyrir náttúru, bændur og kýrnar sjálfar.

Fleira áhugavert: