Klósettvandar kýr – Þyrma náttúrunni
Grein/Linkur: Klósettvandar kýr þyrma náttúrunni
Höfundur: Lifandi Vísindi
.
.
Júlí 2022
Klósettvandar kýr þyrma náttúrunni
Til að draga úr mengun af saur nautgripa hafa menn þróað aðferð til að kenna kúm að fara á klósett.
Í landbúnaði ganga kýr gjarnan frjálsar um hagann eða í fjósinu og gera þarfir sínar þar sem þær eru staddar.
Saur og þvag í bithaga getur mengað jarðveg og grunnvatn og ammoníak í kúadellu brotnar niður í gastegundina dinitrogenoxíð, líka þekkt sem hláturgas sem er mikilvirk gróðurhúsalofttegund.
Til að ráða bót á þessum vanda hefur fjölþjóðlegur hópur vísindamanna gert tilraunir til að venja kálfa á „klósett“ með góðum árangri.