Klósetpappír – Sagan
Grein/Linkur: Með hverju var þurrkað áður en klósettpappírinn var fundinn upp?
Höfundur: Lifandi Vísindi
.
.
April 2024
Margir mismunandi hlutir voru notaðir á mismunandi stöðum.
Rómverjar notuðu ilmandi ull eða svampa sem hreinsaðir voru í saltvatni. Í okkar menningu hreinsuðu víkingar sig með dúkum, dýrabeinum eða ostruskeljum. Á miðöldum notuðu menn kvisti, gras, hey eða dúka og á 18. öld notuðu vel stæðar fjölskyldur gömul dagblöð.
Verksmiðjuframleiddur klósettpappír kom fram seint á 19.öld en það leið langur tími þar til hann sló í gegn. Allt fram á fjórða áratuginn var algengt að stafli af gömlum dagblöðum lægi hjá klósettinu eða á kamrinum.