LAFÍ, sagan – Nýr framkvæmdastjóri 2020

Grein/Linkur:  Ávarp formanns LAFÍ

Höfundur: Magnús Sædal Svavarsson

Heimild:  

.

.

Ágúst 2020

Magnús Sædal Svavarsson 1946-2022

Ávarp formanns LAFÍ , Magnús Sædal Svavarsson

Í síðasta tölublaði Lagnafrétta gerði formaður LAFÍ,  grein fyrir aðdraganda þess að hann lét til leiðast að taka við formennsku í LAFÍ. Þar voru og reifaðar hugmyndir rekstrarfyrirkomulag félagsins og þá horft til mögulegs aukins samstarfs við Iðuna-fræðslusetur. Nú liggur fyrir að Iðan er ekki reiðubúin til frekara samstarfs en verið hefur um árabil, en það felst í aðgengi að húsnæði til fundahalda og námskeiðahalds. Í því ljósi hefur formaður, í samráði við stjórn félagsins, gert óformlegt samkomulag við Grétar Leifsson, verkfræðing, um að hann taki að sér framkvæmdastjórn félagsins.

Kristján Ottóson 1937-2023

Grétar er óþarft að kynna en hann hefur verið virkur í starfi félagsins um árabil og flestum hnútum kunnugur. Væntir undirritaður mikils af hendi Grétars í þágu félagsins, en þar er að mörgu að hyggja. Virkum félagsmönnum og styrktaraðilum hefur fækkað á undanförnum árum og fjárhagur bágborinn. Á því verður að verða breyting. Til þess að svo verði þarf til samstillt átak félagsmanna og stjórnar.

Það hefur orðið að samkomulagi að Kristján Ottósson, frumkvöðull að stofnun LAFÍ og framkvæmdastjóri félagsins, frá upphafi, láti af störfum og stjórnarsetu.

Grétar Leifsson

Á þessum tímamótum eru honum færðar þakkir fyrir áræðni við stofnun félagsins og áratuga framkvæmdastjórn. Þar var staðið lengur en stætt var.
Ágætu lagnamenn! Oft er þörf en nú er nauðsyn á að lagnamenn sameinist um að
eflingu og nýsköpun LAFÍ, lagnamönnum og landi til heilla.

.

Ekki liggja fyrir frekari upplýsingar um Stjórnir síðan 2019-2020 á vef LAFÍ 25.08.2024

Fleira áhugavert: