Krísuvík, virkjun – HS Orka, Hafnarfjarðarbær

Grein/Linkur:  Hafnarfjarðarbær og HS Orka semja um virkjun í Krýsuvík

Höfundur:  Haukur Holm RUV

Heimild:  

.

.

Júní 2024

Hafnarfjarðarbær og HS Orka semja um virkjun í Krýsuvík

Hafnarfjarðarbær og HS Orka hafa gert með sér samning til 65 ára um orkurannsóknir í Krýsuvík og nýtingu orkunnar. Bæjarstjórinn segir að gætt verði að þeirri einstöku gersemi sem Krýsuvík sé.

HS Orka og Hafnarfjarðarbær hafa samið um rannsóknir og orkunýtingu í Krýsuvík. Bæjarstjórinn segir það vera mikið hagsmunamál.

Samningurinn sem búið er að samþykkja í bæjarstjórn er til 65 ára og verður kynntur nánar á næstu dögum. Áætlað er að nýtt jarðvarmaver geta hitað upp allt að fimmtíu þúsund manna byggð auk þess að geta framleitt allt að hundrað kílóvött af rafmagni.

Auka afhendingaröryggi

„Við höfum séð á undanförnum misserum og árum að afhendingaröryggi á heitu vatni á höfuðborgarsvæðinu er ekki alltaf tryggt. Við höfum verið hvött til þess á köflum að draga úr notkun heits vatns og stundum hefur þurft í einstaka tilfellum að loka sundlaugum og þetta hefur verið til umræðu um nokkurra ára skeið að það þurfi að fjölga kostunum og möguleikunum til þess að tryggja til almennings og fyrirtækja heitt vatn. Þannig að það er bara verið að bregðast við því,“ segir Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri Hafnarfjarðar.

Einstök gersemi

Krýsuvík er náttúrusvæði. Þangað sækja ferðamenn og er það kallað einstök gersemi á heimasíðu bæjarins. Rósa segir að gætt verði að þessum þáttum.

„HS Orka er að láta hanna mögulegt útlit á þessum mannvirkjum sem þurfa að koma þarna upp og þau eru, eins og maður sér núna, mjög smekkleg og falla vel að umhverfinu. Og það er ekki síst verið að fara í þetta samstarf til þess að fá fjármuni og aðstoð við að lyfta þessu svæði enn frekar upp til þess að laða fólk að í meiri mæli.“

Þá eru uppi hugmyndir um að þarna verði einnig auðlindagarður. Á rannsóknartímanum fær Hafnarfjarðarbær um 300 milljónir króna auk lóðaleigu og fasteignagjalda og síðan er samið um ákveðið hlutfall af tekjum. Rósa segir samninginn fjárhagslega mikilvægan en fyrst og fremst skipti orkan sem hann á að tryggja máli.

Fleira áhugavert: