Bandaríkin, vindorka – Búnaður, líftími
Grein/Linkur: Vindorka í Bandaríkjunum
Höfundur: Ketill Sigurjónsson
.
.
Maí 2008
Vindorka í Bandaríkjunum
Ýmsir hafa bent á möguleika þess að beisla vindorkuna í Bandaríkjunum. Tala menn þá jafnan um tvö „vindbelti“, sem annars vegar nær frá Texas í suðri og allt norður til landamæra Kanada, og hins vegar belti frá Texas og vestur til Kaliforníu. Þetta gæti orðið gríðarleg rafmagnsframleiðsla og t.d. leyst af hólmi fjölda kolaorkuvera í landinu.
En maður veltir þó fyrir sér hvernig þetta fer saman við hættu á skýstrokkum, a.m.k. á sumum þessara svæða. Sbr. kortið hér fyrir ofan sem sýnir tíðni skýstrokka í Bandaríkjunum.
Reyndar eru vindtúrbínur með búnaði, sem slekkur á spöðunum þegar vindstyrkur fer yfir ákveðið hámark. Þannig að kannski er þetta alls ekkert vandamal.
Oft er miðað við að líftími vindtúrbínu, þ.e. turnsins og spaðanna, sé um 20 ár. En þegar tækin fara að eldast getur farið að bera á veikleikum. Og þá er eins gott að vera ekki of nálægt. Eins og sjá má á vídeóinu hér að neðan
.