Námugröftur hafs­botni – Kop­ar, sink, kóbalt

Grein/Linkur: Mögulega fyrsta skrefið að nýjum iðnaði í Noregi

Höfundur: Morgunblaðið

Heimild:

.

Borpallar á norska olíuvinnslusvæðinu Johan Sverdrup í Norðursjó vestur af Stafangri. AFP

.

April 2024

Mögulega fyrsta skrefið að nýjum iðnaði í Noregi

Norsk stjórn­völd tóku í dag eitt skref til viðbót­ar í átt að um­deild­um námugreftri á hafs­botni, með því að bjóða áhuga­söm­um að til­nefna svæði sem tal­in yrðu eft­ir­sókn­ar­verð í fyrstu um­ferð af út­gáfu leyfa.

Nor­eg­ur er þegar stærsti fram­leiðandi olíu og gass í Vest­ur-Evr­ópu en gæti með þessu orðið fyrsta ríkið til að leyfa námugröft á sjáv­ar­botn­in­um.

Hafa stjórn­völd fært þau rök fyr­ir greftr­in­um að með hon­um minnki þörf­in á að reiða sig á Kína og önn­ur kúg­un­ar­ríki til að afla jarðefna fyr­ir end­ur­nýj­an­lega orku.

Mark­ar upp­hafið

„Þetta mark­ar upp­hafið að ein­hverju sem gæti orðið nýr iðnaður á norska land­grunn­inu,“ seg­ir Tor­geir Stor­dal, for­stjóri norsku land­grunns­stofn­un­ar­inn­ar, í yf­ir­lýs­ingu.

Námugröft­ur á djúp­sævi er um­deild­ur sök­um mögu­legra áhrifa á viðkvæm vist­kerfi í haf­inu.

Norska þingið ákvað samt sem áður í janú­ar að gefa grænt ljós á að hluti land­grunns­ins yrði kannaður með námugröft að sjón­ar­miði.

Segj­ast stjórn­völd vilja auka þekk­ingu á svæðinu og hafa lagt áherslu á að tekið verði til­lit til um­hverf­is­ins á öll­um stig­um ferl­is­ins.

Lýsa áhyggj­um af ákvörðun­inni

Þá verði gröft­ur aðeins leyfður ef sýnt þykir fram á að leyf­is­haf­inn muni geta viðhaft hann á sjálf­bær­an og ábyrg­an hátt.

Nokk­ur ríki, þar á meðal Frakk­land og Bret­land, hafa kallað eft­ir banni við námugreftri á djúp­sævi. Evr­ópuþingið hef­ur einnig lýst áhyggj­um af þess­ari ákvörðun norskra stjórn­valda.

„Fleira fólk hef­ur farið út í geim en á djúp­sævi,“ sagði Kaja Lønne Fjærtoft, hjá Alþjóðasjóði villtra dýra (WWF) í Nor­egi, á ráðstefnu fyrr í apríl. Kallaði hún svæðið síðustu óbyggðir jarðar.

„En það sem við vit­um er að djúp­sævið okk­ar er afar mik­il­vægt fyr­ir okk­ur sem lif­um hér á landi,“ bætti hún við og vísaði til hlut­verks þess við fram­leiðslu súr­efn­is og bind­ingu kolt­ví­sýr­ings.

Kop­ar, sink og kóbalt

Norska land­grunns­stofn­un­in birti snemma á síðasta ári skýrslu þar sem niður­stöðurn­ar herma að veru­leg­ar auðlind­ir sé að finna á hafs­botn­in­um, þar á meðal kop­ar, sink og kóbalt.

Efn­in eru meðal ann­ars nauðsyn­leg fyr­ir fram­leiðslu raf­hlaða, vind­túr­bína, tölva og farsíma.

Fleira áhugavert: