Varmaskipta, suðurnesjum – Lekir ofnar, sagan
Grein/Linkur: HS er ekki tími kominn til að tengja? ..Varmaskiptinn
Höfundur: Sturlaugur Ólafsson
.
.
Nóvember 2002
HS er ekki tími kominn til að tengja? ..Varmaskiptinn
Ég hef lengi velt því fyrir mér hvað stjórnendur Hitaveitu Suðurnesja ætla sér mörg ár í að stíga það skref að breyta yfir í varmaskipti í stað hefðbundinnar grindar sem notast hefur verið við frá upphafi. Allir sem til þekkja vita að vatn frá HS veldur ótímabærri tæringu í járnlögnum, sínu verst hefur þetta komið fram í tæringu á ofnum. Miklum fjármunum hefur verið varið í að rannsaka vatnið en engin viðunandi lausn fundist til að stöðva tæringuna. Nú er svo komið að deilum um galla í ofnum og leiðslum er að mestu lokið. Vandinn er vatnið.
Flestir sem láta sig þessi mál varða vita að miklu má bjarga með því að notast við lokað kerfi sem auðvelt er að koma upp með varmaskipti fyrir húsahitun. Löngu er orðið tímabært fyrir byggingaryfirvöld á Suðurnesjum að gera sérstakar kröfur um neysluvatsnlagnir. Algengasta efnið sem notað er í neysluvatnslagnir á þessu svæði eru “galvenseraðar járnpípur” sem komið hafa verst út samkv. rannsóknum á þessu svæði. Því ekki að banna að nota slíkt efni í neysluvatnslagnir? Samkv. sömu rannsókn endist eir mikið betur. Þá er sennilegt að nýlegri efni ss.ryðfrítt stál og plastlagnir hafi góða endingu. Dæmi eru um að sveitarfélög geri sérstakar kröfur í þessu efni. Fjöldi íbúðareiganda er þegar búinn að skipta út gömlu grindinni og fjárfesta í varmaskipti og lætur vel af.
Í allmörg ár hafa húsbyggendur sett þennan búnað upp strax. Er ekki löngu tímabært fyrir HS að sinna þessu? Sem dæmi þá skipti ég út gömlu hitaveitugrindinni fyrir 10 árum eftir að 5 ofnar höfðu farið að leka á 14 mánuðum. Ofnarnir voru aðeins 7-8 ára gamlir þegar þeir byrjuðu að leka þó svo ég hefði vandað til valsins þegar ég keypti þá. Síðan hefur engin ofn farið að leka hjá mér. Flestir ofnarnir ollu nokkru tjóni þegar þeir fóru að leka og nýja ofna þurfti ég að kaupa fyrir 150.000 kr. En varmaskiptin kostaði upp kominn 130.000 kr. Nú spyr ég af hverju er þetta skref ekki stigið til fulls af hálfu HS og tengdir varmaskiptar inn í ný hús? Og meira en það, húseigendum sem eru með gömlu grindina boðið að skipta yfir í varmaskiptir.
Þessu fylgir vitaskuld nokkur kostnaður en hann mun lækka ef HS er með heildarlausn á þessu. HS að ég best veit starfar undir altækri gæðastjórnun og stendur vel fyrir því ef þetta er undanskilið. Það má hugsa sér að HS bjóði húseigendum varmaskiptir sem greiddur er upp á td. 3 árum. Innheimta fari fram með innheimtukerfi HS. Ýmsar leiðir koma til greina með framkvæmdina en eðlilegast er að bjóða þetta út en HS hafi umsjón með verkinu.Tryggingafélög myndu eflaust hjálpa til með fjármögnun? En samkvæmt fyrirliggjandi tölum eru tjón af völdum vatnsleka hæstar á Suðurnesjum, skiptir tugum milljóna og er þá ótalinn allur sá kostnaður sem fellur á þá sem eru ótryggðir Helstu kostirnir við að koma þessu skipulega í verk eru ótvíræðir, komið í veg fyrir mikin kostnað sem hlýst af vatnsskemmdum, margfallt betri endingu á ofnum og leiðslum. Lækkun á tryggingariðgjöldum og fl.
Ókostir eru helstir að nokkur kostnaður hlýst af þessu. Þá dregur nokkuð úr parketsölu og ofnaframleiðslu. Ég skora hér með á stjórn HS að skoða þetta mál vel og koma því í framkvæmd.