Vestmannaeyjar, mælaleiga – 150% hækkun, sagan

Grein/Linkur:  HS-Veitur hækka mælaleigu um 150%

Höfundur: Eyjar.net

Heimild: 

.

HS Veitur hf. tilkynntu þá um 18% hækkun á gjaldskrá til húshitunar í Vestmannaeyjum um síðustu áramót.

.

September 2019

HS-Veitur hækka mælaleigu um 150%

Mörgum bæjarbúum hefur blöskrað gríðarleg hækkun á mælaleigu fyrir kaldavatnsmæla HS-Veitna. Samkvæmt seinustu reikningum frá HS veitum hefur gjaldið fyrir kaldavatnsmælana hækkað á milli mánaða um 150%.

Gjaldið fer úr tæpum 15,75- kr. pr. dag í 39,25- kr. sem gerir mánaðarlega, miðað við 30 daga, hækkun úr um 470.- kr. í 1.177.- kr..

Eyjar.net setti sig í samband við fulltrúa HS-Veitna vegna málsins. „Jú, ársleigan er 14.600 kr. pr/mæli og fyrir mánuðinn eru það að jafnaði rúmar 1.200 kr.” segir Sigurjón Ingi Ingólfsson, innheimtustjóri HS-Veitna.

„Ég held að það sé örugglega rétt hjá mér að mælaleigan hafi verið hækkuð til samræmis við mælaleiguna á Suðurnesjum. Býst við að verðlagið taki eitthvað mið af dýrum snjallmælum sem verið er að setja upp þessa dagana.” segir Sigurjón að lokum.

Þurfa ekki lengur að senda aflesara inn í hvert hús

Í þessu samhengi má benda á að þó mælarnir séu dýrari en þeir eldri, þá má leiða að því líkum að töluverður sparnaður hljótist af því að þurfa ekki að senda aflesara inn í hvert hús eins og tíðkast hefur hingað til, heldur er ekið framhjá húsunum og lesið þannig af. Spurningin er hvort sá sparnaður skili sér til neytenda í þessu tilviki, eða hvort einungis sé horft á kostnaðinn við mælana?

Fleira áhugavert: