Loft + sólargeislar – Eldsneyti

Grein/Linkur: Eldsneyti gert úr lofti og sólargeislum

Höfundur: Lifandi Vísindi

Heimild: 

.

Í núverandi mynd framleiðir sólkljúfurinn um einn desilítra af fljótandi eldsneyti á dag

.

Nóvember 2022

Eldsneyti gert úr lofti og sólargeislum

Flug- og skipaflutninga þarf að gera vistvænni og hindra losun koltvísýrings en lausnir hafa ekki verið á hverju strái. Vísindamenn við ETH í Zürich hyggjast breyta þessu með tækni sem umbreytir lofti og sólarorku í kolefnishlutlaust eldsneyti.

Í tvö ár hafa vísindamennirnir gert tilraunir á þaki háskólans. Þar hefur lítil tilraunastöð knúin sólarorku safnað koltvísýringi og vatni úr loftinu og umbreytt þessu tvennu í gas úr vetni og kolsýringi.

Diskurinn á þaki svissneska háskólans notar sólarorku til að breyta lofti í eldsneyti

Úr þessu gasi hefur tilraunastöðin svo unnið bensín, metanól og önnur kolvetni sem unnt er að nota sem eldsneyti í flugvélar og skip.

Þegar eldsneytinu er brennt í afkastamiklum vélum myndast nákvæmlega jafnmikill koltvísýringur og upphaflega var unninn úr loftinu. Það er þetta sem skapar kolefnishlutleysið. 

Hvernig virkar sólarofninn?

Sólarknúna smáhreinsunarstöðin sameinar þrjú varmaefnafræðileg umbreytingarferli:

  • CO2 og vatn er dregið úr lofti.
  • CO2 og vatn er hitað upp í 1500 °C og skipt í syngas.
  • Syngasið er unnið í fljótandi kolvetni.

Niðurstöður rannsóknarinnar hafa verið birtar í vísindaritinu Nature og samkvæmt þeim er framleiðslan nógu stöðug við algengar veðuraðstæður til að unnt sé að framleiða eldsneytið í miklu magni.

Vísindamennirnir áætla að vinnsluver sem næði yfir um 1% af eyðimerkursvæðum jarðar dygði til að uppfylla heildarþörfina fyrir jarðefnalaust eldsneyti. Lítraverðið fyrir flugvélabensín unnið úr lofti og sólskini er áætlað um kringum 200 krónur

Fleira áhugavert: