Drekasvæðið – 70 þúsund tunnur á dag

Grein/Linkur:  Blautir íslenskir draumar

Höfundur:  Ketill Sigurjónsson

Heimild:  Orkubloggið

.

.

Blautir íslenskir draumar

Guðmundur Andri Thorsson skrifaði skáldsögu, sem heitir „Íslenski draumurinn“. Man líka eftir frekar slappri kvikmynd með þessu nafni. En af einhverjum ástæðum hefur olíudraumurinn aldrei heltekið Íslendinga. Veit ekki hver ástæðan er. Kannski hafa menn aldrei af alvöru trúað því að hér finnist olía. Enda hefur olíuverð lengst af vart verið nógu hátt til að standa undir dýrri vinnslu á meira en 1000 metra dýpi.

En loks er gas-  og olíuleit á íslenska landgrunninu að verða staðreynd. Svæðið sem nú er horft til er kallað Drekasvæðið og liggur norðaustur af landinu í átt að Jan Mayen.

Skrefið sem nú hefur verið tekið er að veita tilteknu fyrirtæki leyfi til að gera frekari mælingar á svæðinu, sem munu geta nýst ef til borana kemur.

Nánar tiltekið er um að ræða rúmlega 43 þúsund ferkílómetra svæði. Þar af eru um 13 þúsund ferkílómetrar innan Jan Mayen svæðisins s.k. (Noregur og Ísland hafa samið sérstaklega um skipti á auðlindum sem þar kunna að finnast).

mv_geowave_endeavour_build2

mv_geowave_endeavour_build

Þetta svæði hefur þegar verið talsvert rannsakað. Og niðurstöðurnar gefa til kynna að þarna kunni að vera vinnanleg olía og gas. Þær rannsóknir voru framkvæmdar af norska fyrirtækinu Sagex. Nú er aftur á móti komið að því að gera umfangsmeiri mælingar með hljóðbylgjum og sýnatökum. Og enn er það norskt fyrirtæki sem mun fá verkefnið. Það kallast Wavefield Inseis og er m.a. með rannsóknaskip sín í verkefnum utan við strendur Sýrlands, Uruguay og Barbados.

Ef niðurstöður rannsóknanna verða enn jákvæðar kann að koma til olíuborana og vinnslu. Samkvæmt skýrslu sem íslensk stjórnvöld gerðu fyrir um ári síðan er gælt við að svæðið hafi að geyma allt að 140 milljón rúmmetra af olíu.

Drekasvaedi_4

Drekasvaedi

Mér reiknast til að það samsvari u.þ.b. 900 milljón tunnum af olíu. Ef vinnslan stæði yfir 2015-50, eins og fjármálaráðuneytið gerir ráð fyrir í skýrslu sinni, yrði meðalvinnslan rúmar 25 milljón tunnur á ári eða tæpar 70 þúsund tunnur á dag. Það er auðvitað skítur á priki miðað við t.d. olíuframleiðslu Noregs (um 3 milljón tunnur á dag). En þá er líka verið að bera sig saman við einn af þeim stærstu í bransanum. Í reynd eru 70 þúsund tunnur á dag bara talsvert. T.d. meira en 1/5 af allri olíuframleiðslu Dana í Norðursjó. Svo er gasið enn ónefnt.

Að sjálfsögðu yrði framleiðslan hægari í fyrstu. Myndi svo aukast nokkuð hratt þar til toppi yrði náð. E.t.v. um 2020. Og þá fara hratt minnkandi á ný. Þ.e. fylgja hinni dæmigerðu kúrfu, sem allar olíulindir virðast gefa.

Baggalutur_drekaegg

Baggalutur_drekaegg

En draumurinn er ekki alveg kominn fram ennþá. T.d. er dýpið þarna umtalsvert eða 1.000-1.500 metrar. Og svo þarf að bora allt að 3-3,5 km niður í botninn til að komast í olíuna. Þetta verður dýr vinnsla. En hugsanlega hagkvæm engu að síður. A.m.k. ef olíuverðið helst áfram svipað og nú er.

En göngum hægt um gleðinnar dyr. Kannski finnst engin vinnanleg olía á Drekasvæðinu. Heldur bara drekaegg. Eins og þeir Baggalútsmenn hafa þegar bent á. Myndin af „drekaegginu“ hér til hliðar er einmitt frá þeim.

Fleira áhugavert: