Frá­rennslis­mál­, umbætur – Þarf for­gang, sagan 2023

Grein/Linkur:  Fráveita sveitarfélögum dýr

Höfundur:  Hörður Vilberg Mbl

Heimild: 

.

Sigrún Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri Heilbrigðiseftirlits Suðurlands, segir að staða frárennslismála sé atriði sem öll sveitarfélög þurfi að hafa í huga og þurfi að leggja aukið fjármagn í. mbl.is/Golli

.

Ágúst 2023

Fráveita sveitarfélögum dýr

Í út­tekt Um­hverf­is­stofn­un­ar kem­ur fram að um­tals­verð verðmæti séu fal­in í seyru, sem eru þau óhrein­indi sem skil­in eru frá frá­veitu­vatni. Enn sem komið er sé þó lítið um að seyru sé safnað. Ein­ung­is þrír þétt­býl­isstaðir hafi skilað upp­lýs­ing­um um magn seyru, þ.e. Eg­ilsstaðir, Garðabær og Hvera­gerði, sem hafi numið um 154 tonn­um eft­ir þurrk­un á einu ári.

Verðmæti seyru eru fólg­in í því að hún er full af líf­rænu efni og nær­ing­ar­efn­um á borð við köfn­un­ar­efni og fos­fór sem fer til spill­is þegar skólp er losað í sjó. „Nátt­úru­leg­ar fos­fór­birgðir jarðar eru tak­markaðar og því er mik­il­vægt að huga bet­ur að nýt­ingu þess­ar­ar auðlind­ar t.d. til land­græðslu eða gas­fram­leiðslu í stað urðunar,“ seg­ir í út­tekt Um­hverf­is­stofn­un­ar.

„Það er víða pott­ur brot­inn í frá­veitu­mál­um sveit­ar­fé­laga,“ seg­ir Aðal­björg Birna Gutt­orms­dótt­ir, sviðsstjóri um­hverf­is­gæða hjá Um­hverf­is­stofn­un. Hreins­un frá­veitu sé víðast hvar ábóta­vant. Aðal­björg seg­ir að Um­hverf­is­stofn­un hafi hvatt sveit­ar­fé­lög­in til að setja fram áætlan­ir um for­gangs­röðun fram­kvæmda sem séu dýr­ar og það taki nokk­ur ár að koma frá­veitu­mál­um á Íslandi í ásætt­an­legt horf.

Heil­brigðis­nefnd Suður­lands hef­ur hvatt sveit­ar­fé­lög­in á starfs­svæði embætt­is­ins til að setja um­bæt­ur í frá­rennslis­mál­um í for­gang. Jafn­framt að rík­is­valdið leggi fé af mörk­um til að gera úr­bæt­ur þar sem um sé að ræða eitt af stærstu um­hverf­is­mál­um sam­tím­ans.

Sigrún Guðmunds­dótt­ir, fram­kvæmda­stjóri Heil­brigðis­eft­ir­lits Suður­lands, seg­ir að staða frá­rennslis­mála sé atriði sem öll sveit­ar­fé­lög þurfi að hafa í huga og þurfi að leggja aukið fjár­magn í. „Þetta er mörg­um ofviða,“ seg­ir hún og ljóst sé að meira fjár­magn þurfi að setja í mála­flokk­inn til að upp­fylla þær kröf­ur sem eru gerðar. Átaks sé þörf. „Þetta er mjög mik­il­vægt verk­efni sem við þurf­um að tak­ast á við.“

Fleira áhugavert: