Vestmannaeyjar – Mögulegur vatnsskortur, vatnsskiljubúnaður

Grein/Linkur:  Vatnsskiljunarbúnaður kominn til Eyja

Höfundur: Ólafur E. Jóhannsson Mbl

Heimild:  

.

.

Desember 2023

Vatnsskiljunarbúnaður kominn til Eyja

Unnið er hörðum höndum að því að leita lausna til að bregðast við mögulegum vatnsskorti í Eyjum vegna skemmda sem urðu á vatnslögninni þangað nýverið. Samsett mynd

Með þeim úrræðum sem við höf­um fer staðan sí­fellt batn­andi með hverri vik­unni sem líður. Úrræðin eru mörg og marg­vís­leg, sumt er í full­um gangi eins og vatns­skilj­un og för­um við að sjá ár­ang­ur þar mjög fljót­lega,“ seg­ir Karl Gauti Hjalta­son, lög­reglu­stjóri í Vest­manna­eyj­um, í sam­tali við Morg­un­blaðið.

Unnið er hörðum hönd­um að því að leita lausna til að bregðast við mögu­leg­um vatns­skorti í Eyj­um vegna skemmda sem urðu á vatns­lögn­inni þangað ný­verið.

Karl Gauti seg­ir að tækja­búnaður til vatns­skilj­un­ar sé kom­inn til Eyja, en það er Lax­ey sem vinn­ur að upp­bygg­ingu lax­eld­is­stöðvar í Vest­manna­eyj­um sem flutti búnaðinn til lands­ins og verður hann sett­ur upp næstu daga. Búnaður­inn á að geta skilað allt að 500 tonn­um af fersku vatni á sól­ar­hring unn­um úr sjó sem nýtt verður í eld­inu.

Fleira áhugavert: