Vestmannaeyjar – Mögulegur vatnsskortur, vatnsskiljubúnaður
Grein/Linkur: Vatnsskiljunarbúnaður kominn til Eyja
Höfundur: Ólafur E. Jóhannsson Mbl
.
.
Desember 2023
Vatnsskiljunarbúnaður kominn til Eyja
„Með þeim úrræðum sem við höfum fer staðan sífellt batnandi með hverri vikunni sem líður. Úrræðin eru mörg og margvísleg, sumt er í fullum gangi eins og vatnsskiljun og förum við að sjá árangur þar mjög fljótlega,“ segir Karl Gauti Hjaltason, lögreglustjóri í Vestmannaeyjum, í samtali við Morgunblaðið.
Unnið er hörðum höndum að því að leita lausna til að bregðast við mögulegum vatnsskorti í Eyjum vegna skemmda sem urðu á vatnslögninni þangað nýverið.
Karl Gauti segir að tækjabúnaður til vatnsskiljunar sé kominn til Eyja, en það er Laxey sem vinnur að uppbyggingu laxeldisstöðvar í Vestmannaeyjum sem flutti búnaðinn til landsins og verður hann settur upp næstu daga. Búnaðurinn á að geta skilað allt að 500 tonnum af fersku vatni á sólarhring unnum úr sjó sem nýtt verður í eldinu.