Pípulagnir, sveinspróf – Verklega verkefnið, breytt 2007

Grein/Linkur:  Sveinspróf í pípulögnum

Höfundur:  Helgi Pálsson

Heimild:  LAFI1

.

sveinsprof-c

.

Október 2007

Sveinspróf í pípulögnum

Með tilkomu nýrrar námskrár í pípulögnum voru gerðar rótækar breytingar á verklega verkefninu.

sveinsprof-bGamla verkefnið var sjálfberandi grind og var byggt upp eins og ketilkerfi og hefur verið notað með frekar litlum breytingum í um 50 ár. Eins og sjá má á myndunum af nýja verkefninu þá er prófverkefnið byggt á grunni þess verkefnis sem notað var í norðurlandakeppninni í pípulögnum sem haldin var í Perlunni 2005.
Þetta eru flekar sem hægt er að raða upp á ýmsa vegu og því auðvelt að breyta verkefninu en nú var það haft þannig að lagt er á tvo veggi sem mynda vínkil 2,5 x 2,5 m þeim er raðað þannig að þeir mynda kross og geta 4 menn unnið á hverjum krossi. Þarna er tekið á fleiri þáttum en
gert var í gamla stykkinu þ.a.s. beygja þunnveggja stálrör og klemma (pressa), tina og silfurkveikja eirlagnir og sjóða peh plast í frárennslislagnir og snittuð stálrör og suða. Í þessum fyrsta lokaáfanga voru 6 nemar sem allir luku prófi og fá afhent sveinsbréf nú í september ásamt 49 öðrum sem luku prófi í
gamla kerfinu nú í vor. Samkvæmt upplysingum frá Iðnskólanum í Hafnarfirði eru 8 nemar á lokaönn nú og eiga að taka próf í desember n.k.. Með tilkomu nýju námskrárinnar getur lokaáfangin verið bæði vor og haust ef nægt framboð er á nemum og þeir skili sér og þar reynir á ábyrgð meistara að nemarnir skili sér.

sveinsprof-a

Hér eru þeir sem tóku pófið í nýja kerfinu ásamt kennara. Frá vinstri: Hlöðver Hlöðversson, Einar Örn Grettisson, Fannar Már Sveinsson, Ívar Frímansson, Árni Már Heimisson, Smári Freyr Smárason og Skarphéðinn Skarphéðinsson kennari.

Fleira áhugavert: