Víkingarnir – Heitir pottar

Grein/Linkur: Voru víkingarnir að hanga í heitum pottum? 

Höfundur:  Elliðarárstöð

Heimild:  

.

Snorralaug. Ljósmyndari: Finnur Malmquist

.

Voru víkingarnir að hanga í heitum pottum? 

Böð í heitum laugum hafa verið stunduð á Íslandi frá landnámi.  Ýmsar heimildir má finna í  Íslendingasögum um laugarferðir og má þar nefna heimsókn Grettis í Grettislaug eftir að hann lauk við Drangeyjarsund sem var mikið þrekvirki. 

„Býst Grettir nú til sunds og hafði söluvoðarkufl og gyrður í brækur. Hann lét fitja saman fingurna. Veður var gott. Hann fór að áliðnum degi úr eyjunni. Allóvænlegt þótti Illuga um hans ferð. Grettir lagðist nú inn á fjörðinn og var straumur með honum en kyrrt með öllu. Hann sótti fast sundið og kom inn til Reykjaness þá er sett var sólu. Hann gekk til bæjar að Reykjum og fór í laug því honum var orðið nokkuð kalt. Bakaðist hann lengi í lauginni um nóttina og fór síðan í stofu. Þar var mjög heitt því að eldur hafði verið um kveldið og var lítt rokin stofan. Hann var móður mjög og sofnaði fast. Lá hann þar allt á dag fram“ – Grettis saga, kafli 75

Einnig má nefna Snorralaug í Reykholti en hún er í laginu eins og nútíma heitur pottur. Fyrr á öldum notaði fólk laugar til baða og slökunar en svo hafa málin verið rædd í pottunum líkt og enn þann daginn í dag. Heimsóknir í heitar laugar voru svo vinsælar að fólk ferðaðist langar leiðir bara til að baða sig. Í dag finnst okkur það sjálfsögð lífsgæði að geta farið í sund allt árið um kring

„Vil ek fara til laugar” sagði Egill Skallagrímsson við tvo þræla Gríms Svertingssonar og biður þá um að gera hest tilbúinn til ferðar. Egill tók með sér silfurkistur sínar og faldi gersemina í laugarferðinni. Vitandi að hann ætti ekki mikið eftir. Hann var um áttrætt og vildi ekki segja hvar hann faldi silfrið. En margir töldu að silfrið væri staðsett í Mosfellsdal þar sem hann bjó þar til að hann lést seinna um haustið vegna veikinda“

– Egils saga, kafli 86

Sundmenning Íslendinga heldur áfram að þróast. Hvernig væri að skella sér í sund í dag? 

Fleira áhugavert: