Bolungarvík 2023 – Mengað neysluvatn, Skipt út per­um

Grein/Linkur:  Íbúum ráðlagt að sjóða neysluvatn

Höfundur:  Hólmfríður María Ragnhildardóttir Mbl

Heimild:  

.

Mynd – Goggle.com 9.01.2024

.

Nóvember 2023

Íbúum ráðlagt að sjóða neysluvatn

E. coli meng­un greind­ist í vatns­sýn­um í Bol­ung­ar­vík sem tek­in voru fyr­ir helgi og hef­ur íbú­um verið ráðlagt að sjóða neyslu­vatn.

Þetta staðfest­ir Ant­on Helga­son, fram­kvæmda­stjóri Heil­brigðis­eft­ir­lits Vest­fjarða, en miðill­inn bb.is greindi fyrst frá.

Að sögn Ant­ons er ekki um veru­lega meng­un að ræða. Greind­ist meng­un í tveim­ur til þrem­ur sýn­um sem voru tek­in. Á mánu­dag­inn voru tek­in ný vatns­sýni og eru niður­stöður vænt­an­leg­ar á næstu dög­um.

Skipta út per­um

Á heimasíðu bæj­ar­fé­lags­ins er íbú­um ráðlagt að sjóða neyslu­vatn. Þá er tekið fram að starfs­fólk vatns­veitu Bol­ung­ar­vík­ur hafi þegar gripið til aðgerða, yf­ir­farið all­an búnað, skipt út per­um í geisla­tæki og kannað hvort ein­hver mögu­leiki sé á að ut­anaðkom­andi smit hafi átt sér stað í vatns­lögn­um bæj­ar­ins.

„Bol­ung­ar­vík­ur­kaupstaður hef­ur þegar hafið fram­kvæmd­ir við nýja vatns­veitu, með nýrri hreins­istöð og vatnstönk­um sem geta tekið við bor­holu­vatni sem kæmi í stað yf­ir­borðsvatns sem notað er í dag. Stefnt er að taka í notk­un fyrsta hluta á nýrri vatns­veitu um mitt næsta ár.“

Bolungarvíkurkaupstaður hefur þegar hafið framkvæmdir við nýja vatnsveitu.

Bolungarvíkurkaupstaður hefur þegar hafið framkvæmdir við nýja vatnsveitu. mbl.is/Sigurður Bogi

Fleira áhugavert: