Heita vatnið, Gullborin – Gull fyrir Ísland
Grein/Linkur: Leynist járnrisi í Elliðaárstöð?
Höfundur: Elliðarárstöð
.
.
Leynist járnrisi í Elliðaárstöð?
Fyrstu tilraunir til að bora á Íslandi var 1922. Það var fyrirtæki sem keypti haglbor, sem fór að leita eftir gulli í Vatnsmýrinni, en ekki var gull þar. Þá ákváðu þeir að selja borinn til Reykjavíkurbæjar og hann var notaður árið 1928, til að bora eftir heitu vatni við Þvottalaugarnar í Laugardalnum. Hann endaði á að fá nafnið Gullborinn.
Eureka !
Heita vatnið sem fannst þar var jafn mikils virði og gull fyrir Ísland. Laugaveitan var stofnuð og fyrsta byggingin til að fá heitt vatn frá Laugaveitunni til húshitunar var Austurbæjarskóli. Nýi borinn var keyptur, sem var líka haglbor nema með sterkara mastur. Gullborinn var settur í helgan stein, hann var gerður upp og settur á Árbæjarsafnið.
Borholur á ýmsum stöðum
Dýpsta holan í Reykjavík var 769,9 metrar, hún var boruð með Nýja bornum. Fyrsta djúpdælan var sett í þessa borholu (H-16), en fljótt kom í ljós að gúmmí legurnar þrútnuðu út við 91°C heita vatninu og dælan sat föst. Það var mikið vesen að vera alltaf að hífa hana upp og laga hana eins mikið og hægt var. Fundið var út að skipta gúmmí legunum út fyrir teflon virkaði. Teflonið þoldi betur hitann, þetta var byltingarkennt fyrir vinnslu á jarðhita á Íslandi.
Eftir seinni heimsstyrjöld hófst umræða um nauðsyn að kaupa stóran jarðbor sem myndi þola að bora á háhitasvæðum landsins, einnig að geta borað sverar og vel fóðraðar vinnsluholur. Þá var keyptur gufubor. Orkumálastjóri vildi að allir jarðborar Íslands fengi íslenskt nafn. Valið var risa/þursa/jötunn nafnið Dofri fyrir þennan mikilfenglega gufubor.
Dofri er stór snúningsbor sem notar vatn til þess að kæla tannhjólaborkrónuna. Fyrst var notað höggbor niður á 30-60 metra dýpi og Dofri boraði svo niður á 750 metra dýpi. Dofri var síðan uppfærður og fór að geta borað frá 750 metrum niður 2199 metra. Borholan afkastaði 6 L/sek af 140°C heitu vatni og var staðsett á horni Nóatúns og Hátúns. Þetta var dýpsta hola Reykjavíkur í tuttugu ár.
.
Ein besta borhola í Reykjavík heitir R-5, er 740 metra djúp og líklega virkasta vinnsluholan. Sjálfsrennslið er 30 l/sek en með djúpdælum þá má dæla 50 l/sek af 127°C heitu vatni. Það hefur ekki þurft að fara með bor aftur í holuna eftir að hún var búin til 1959, sem er frekar sjaldgæft.
Fjórtán holur voru boraðar með gufubornum Dofra í Elliðaárdalnum og samtals dýpt borholanna 21,494 km. Fyrsta borholan á Elliðaársvæðinu heitir R-23 í Blesugróf og var boruð þann 16. Desember 1967. Hún er 1266 metra djúp. Dýpsta holan sem Dofri boraði heitir R-36 sem er 2312 metra djúp.
.
Loftslagsáhrif
Kol og olía voru helstu orkugjafarnir á Íslandi um miðja síðustu öld. Þar til olíukreppan skall á. Það eru kannski ekki margir sem muna hvernig borgin breyttist með tilkomu hitaveitunnar, en við getum öll verið þakklát fyrir hana og þau lífsgæði sem heita vatninu fylgir.