Vatnslögnin Vestmanneyja – Stórskemmd

Grein/Linkur: Vatnslögnin stórskemmd

Höfundur: Anna Rún Frímannsdóttir, Morgunblaðið

Heimild:

.

Líkt og sjá má er káp­an utan af leiðslunni stór­skemmd. mbl.is/Ó​skar Pét­ur Friðriks­son

.

Nóvember 2023

Vatnslögnin stórskemmd

Það eina sem ég get sagt er að hún virðist vera stór­skemmd en það er vatns­flæði til Eyja og í þess­um töluðu orðum eru kafar­ar að kafa niður að þessu til að meta skemmd­ir,“ seg­ir Ívar Atla­son, svæðis­stjóri vatns­sviðs í Vest­manna­eyj­um, í sam­tali við mbl.is, innt­ur eft­ir ástand­inu á vatns­lögn­inni til Eyja.

Á leið Hug­ins VE af kol­munnamiðum á föstu­dags­kvöld losnaði akk­eri skips­ins og fest­ist í vatns­lögn­inni til Vest­manna­eyja. Akk­eri og akk­er­is­fest­ar voru skorn­ar frá skip­inu og eru enn í inn­sigl­ing­unni.

Kafar­ar kanna um­fang skemmd­anna í dag

Kem­ur fram á vef Vinnslu­stöðvar­inn­ar að strax í gær hafi verið óskað eft­ir kafara til að kanna ástandið. Þá voru aðstæður hins veg­ar óhag­stæðar vegna veðurs. Seg­ir þar einnig að tjón sé staðfest en um­fang þess ekki.

Tek­ur Ívar und­ir það og seg­ir að því miður sé ekki vitað um um­fang skemmd­anna að svo stöddu.

„Við vit­um ekki hvað þetta er á stór­um kafla en við vit­um að hún er stór­skemmd vegna þess að káp­an utan af leiðslunni var uppi í fjöru. Hún er ekki far­in í sund­ur en við lít­um þetta mjög al­var­leg­um aug­um. Það er bara ein leiðsla milli lands og Eyja,“ seg­ir Ívar.

.

Á leið Hugins VE af kolmunnamiðum á föstdagskvöld losnaði akkeri …
Á leið Hugins VE af kolmunnamiðum á föstdagskvöld losnaði akkeri skipsins og festist í vatnslögninni til Vestmannaeyja mbl.is/Óskar Pétur Friðriksson

Fleira áhugavert: