Sjór – Binding koldíoxíðs

Grein/Linkur: Nýta sjó til varanlegrar bindingar koldíoxíðs

Höfundur: Morgunblaðið

Heimild: 

.

Holutopphús Carbfix. Ljósmynd/Carbfix

.

Nóvermber 2023

Nýta sjó til varanlegrar bindingar koldíoxíðs

Mik­il tíma­mót urðu hjá Car­bfix á dög­un­um þegar til­raun­ir hóf­ust í Helgu­vík um að nýta sjó í stað ferskvatns til var­an­legr­ar bind­ing­ar kol­díoxíðs (CO2) í berg­lög­um. Til­raun­in er ný­mæli á heimsvísu og mik­il­vægt skref í framþróun tækni til kol­efn­is­bind­ing­ar.

Verk­efnið ber yf­ir­skrift­ina Sæ­berg og er sam­vinnu­verk­efni Car­bfix, ETH í Zurich, Há­skóla Íslands, ÍSOR, há­skól­anna í Genf og Laus­anne og Uni­versity Col­l­e­ge London. Reykja­nes­bær er auk þeirra þátt­tak­andi í verk­efn­inu með því að veita Car­bfix aðstöðu í Helgu­vík.

Þetta kem­ur fram í til­kynn­ingu frá Car­bfix.

Sýna fram á fýsi­leika tækni til föng­un­ar

Verk­efnið er hluti af öðru verk­efni sem ber yf­ir­skrift­ina DemoUpCARMA, sem er leitt af ETH Zurich. Mark­mið þess verk­efn­is er að sýna fram á fýsi­leika tækni til föng­un­ar, nýt­ing­ar, flutn­ings og bind­ing­ar á kol­díoxíð, ým­ist til að ná fram nei­kvæðri kol­efn­is­los­un – þ.e. föng­un og bind­ingu úr and­rúms­loft­inu – eða draga úr los­un frá iðnaði svo sem sements­fram­leiðslu, vist­vænni orku­fram­leiðslu og efnaiðnaði.

Aðferðin sem Car­bfix not­ar til kol­efn­is­bind­ing­ar felst í því að leysa kol­díoxíð í vatn og dæla því niður í basalt­bert þar sem það stein­renn­ur og binst var­an­lega. Tak­ist að sýna fram á að unnt sé að nota sjó í stað vatns mun það fjölga til muna þeim svæðum þar sem hægt er að beita aðferðinni.

Til­raun­ir hafa gefið góða raun

Til­raun­ir á rann­sókna­stofu, í sam­starfi Car­bfix og Há­skóla Íslands, hafa þegar gefið góða raun, en nú eru til­raun­ir á vett­vangi hafn­ar í fyrsta sinn. Ferli niður­dæl­ing­ar og stein­renn­ing­ar verður rann­sakað með marg­vís­leg­um vís­inda­leg­um aðferðum.

„Sæ­berg er eitt mik­il­væg­asta rann­sókna- og þró­un­ar­verk­efni okk­ar. Beita má okk­ar nú­ver­andi tækni víða í heim­in­um en þessi nýja nálg­un get­ur aukið mögu­leika henn­ar veru­lega,“ er haft eft­ir Eddu Ara­dótt­ur, fram­kvæmda­stýru Car­bfix, í til­kynn­ing­unni.

„Að kom­ast á þetta mik­il­væga stig er afrakst­ur góðs sam­starfs við framúrsk­ar­andi sam­starfsaðila. Við erum mjög spennt fyr­ir fram­hald­inu og einnig stolt af því að Sæ­bergs-verk­efnið hef­ur nú í tvígang verið frum­kvöðull á heimsvísu, eft­ir tíma­móta­flutn­ing á CO2 frá Sviss til Íslands sem hófst á síðasta ári. Það mun hafa verið í fyrsta sinn sem kol­efni var flutt yfir landa­mæri til bind­ing­ar í jörðu, en niður­dæl­ing á því fór fram með vatni með hefðbundn­um hætti á Hell­is­heiði,“ er haft eft­ir Ein­ari Magnúsi Ein­ars­syni, verk­efna­stjóra Sæ­bergs hjá Car­bix, í til­kynn­ing­unni.

Fleira áhugavert: