Salt vatn, drykkja – Af hverju hættulegt?

Grein/Linkur: Af hverju má ekki drekka saltvatn?

Höfundur: Lifandi Vísindi

Heimild: 

.

.

April 2023

Af hverju má ekki drekka saltvatn?

Í bíómyndum sér maður iðulega skipreika fólk sem er að deyja úr þorsta. En af hverju er svona hættulegt að drekka saltvatn?
.

Of mikið salt í saltvatni

Vatn, vatn út um allt en ekki dropi sem drekkandi er“. Á þessa leið hljómar gamall, enskur sjómannasöngur. Og það er alveg hreint óvenju slæm hugmynd að drekka sjó – það getur beinlínis verið banvænt. Saltinnihald sjávar er nefnilega 3,5% og það er margfalt meira en mannslíkaminn þolir.

Saltvatn þurrkar upp líkamann

Í drykkjarvatni má ekki vera meira salt en 0,05%. Hlutfallslega meira magn en það getur valdið ofþornun líkamans. Skipreika maður sem þegar líður af vökvaskorti getur dáið úr ofþornun eftir að hafa drukkið einungis tvö glös af sjó eða svo. Saltið hefur nefnilega áhrif á þrýstinginn í blóðstreyminu og frumurnar taka því að losa vatn til að ná jafnvægi í líkamsvökvum.

Saltvatn eykur blóðþrýsting

Þegar saltið nær út í blóðið koma samstundis fram tvö alvarleg vandamál. Annaðhvort hækkar blóðþrýstingur upp yfir banvæn mörk eða frumurnar missa svo mikið vatn að þær deyja úr ofþornun.

Hægt að lifa vatnslaus í viku

Skipbrotsmaður getur sem sagt ekki drukkið sjó í staðinn fyrir venjulegt vatn, jafnvel þótt nóg sé af honum. Fólk getur lifað án vatns í sjö daga þótt hlýtt sé í veðri ef hitinn fer ekki yfir 27 gráður og í 10 daga ef svalt er í veðri. Eftir því sem hitinn er meiri, því meira svitnar maður og þeim mun skemur lifir maður án vatns.

Ástæðan er sú að um 60% af mannslíkamanum eru vatn og þessu hlutfalli þarf líkaminn að viðhalda. Þegar heitt er í veðri svitnar líkaminn meira en venjulega og þarf því meira vatn til að geta losað sig við hita.

Fleira áhugavert: